Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 58
104 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
meiri en víða annarstaðar. Frá Grund fórum við til Akur-
eyrar aftur, til gistingar.
pann 10. yfirgáíum við Akureyri. Var farið á vélbát
yfir fjörðinn að Kaupangi, en hestar okkar voru reknir
yfir Vaðlana kvöldið áður. par rennur Eyjaf jarðará í mörg-
um kvíslum út í fjörðinn, og er ófær nema um fjöru. Yfir
ijörðinn fylgdu okkur 2 Árnesingar, Bjarni bankastjóri
Gnmd i Eyjafirði.
og Sigurður dýralæknir. Eigum við þeim margt að þakka
fyrir alúðlegar viðtökur og skemtilega samveru.
I Kaupangi býr Bergsteinn Kolbeinsson, ættaður frá
Stóru-Mástungu í Árnessýslu, gildur bóndi við góð efni. par
stóðum við lengi við, því bæði var rausnarlega tekið á móti
okkur, og svo breyttist veður frá því, sem við höfðum átt
að venjast, eftir að við komum á Norðurland. Hingað til
höfðum við ekki þurft að taka upp vosklæði, en nú gerði
svo mikla hellirigningu, að sjaldan er meiri á Suðurlandi.
Eftir 3 stundir slotaði óveðrinu, en þoka og súld hélst all-
an daginn.