Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 60
106 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
vera með 10 hesta handa okkur. Var því tekið tveim hönd-
um, því fremur, sem þetta voru alt úrvalsgæðingar. Reyk-
dælir eru gestrisnir og skemtilegir og meiri hestamenn en
við hittum annarstaðar í ferðinni. þegar upp á Fljótsheiði
kom, var þokunni létt upp og Suður-þingeyj arsýsla blasti
við. Landslag er þar með öðrum svip en við áttum að venj-
ast, öldumyndaðir hálsar og dalir skiftast á, varla sér á
stein og gróðurinn skýlir öllum jarðvegi. Á hálendinu ber
mest á grávíðinum. Dalimir eru þurlendir, með sléttum
vallendisgrundum og mjúkum moldargötum. Af þessum
Þinghús Reykdæla, Breiðumýri.
nýju samferðamönnum þektum við fáa, en könnuðumst þó
við þá Sigurmund Sigurðsson lækni á Breiðumýri, sem er
Árnesingur að ætt, og Halldórsstaðafeðga, Sigfús og Jón.
Næst var stansað á Breiðumýri í Reykjadal. Var þar
drukkið súkkulaði og kaffi, og skorti þar ekki spaug og
gamanyrði. Hélt síðan allur hópurinn að Grenjaðarstað í
Aðaldal. Á Grenjaðarstað býr síra Helgi P. Hjálmarsson
og frú Elísabet Jónsdóttir Bjömssonar af Eyrarbakka.
Aðaldælir höfðu haldið þar íþróttamót þennan dag, og
var þar því fjölmenni. þegar við komum, var þegar geng-
ið í kirkju, og Guðmundur Friðjónsson steig í stólinn og
hélt ræðu. Einnig söng þar karla- og kvennakór undir stjórn
frú Elísabetar Jónsdóttur. Síðan töluðu ýmsir. Að þessu
loknu var gengið til stofu og þáðar góðgerðir. Á Grenjað-
arstað er 60 ára gömul stofa, ófúin að sjá.