Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Side 63
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 109
var farið hjá Vígabergsfossi. par lágu þrjú hreindýr á
mosabyng, flatmöguðu og böðuðu sig í sólskininu, en þeg-
ar þau urðu vör við illþýði það, er að þeim stefndi, tóku
þau snögt viðbragð og þutu á burt og hurfu.
Eftir því, sem sunnar dró, breyttist landslagið, gróð-
ur minkaði og sandar og malarurð tók við, og í kringum
Dettifoss er landið gróðurlaust, stórgrýtt og mjög ilt yfir-
ferðar með hesta. Hjá fossinum er dálítil fit, með ofurlitl-
um gróðri; niður á hana verður að þræða örmjótt einstígi,
standberg er á aðra hönd, en skriður og gx-jóturð á hina.
þessi stígur er svo þröngur, að hestur með þverbakstösku
kemst þar tæpilega slysalaust. Mesta nauðsyn er að laga
þetta, sem er fljótgei’t og kostnaðai'lítið. — Að lýsa Detti-
fossi er okkur ofraun, enda hafa ýmsir gert það áður.
Eftir tveggja klt. viðstöðu yfirgáfum við þennan
tröllslega og þó töfrandi fjallabúa, sem mestur er allra
sinna líka í landinu. Landið er stórskoi’in og hrikaleg eyði-
mörk og vegurinn mjög .þreytandi fyrir menn og hesta.
Við héldum beinustu leið suður Mývatnsöræfi á póstveg-
inn, sem liggur úr Mývatnssveit austur á Hólsfjöll. pegar
kemur þar suður eftir, fríkkar landið og vegurinn batnar.
— Við fórum hjá Reykjahlíðarnámum; þar eru margir
hverir og leggur frá þeim brennisteinseim. Hverirnir eru
syðst í Reykjahlíðai’fjalli og liggur vegurinn eftir skai’ði í
fjallinu, sem heitir Námaskarð, og áður en vai’ði blasti
Mývatnssveitin við í allri sinni dýi’ð. Sól var í vestri, hvei’gi
sást ský á lofti og blæjalogn. Við stigum af hestum og nut-
um þess, er fyrir augun bar; okkur var það næstum nýung,
eftir alt þetta öræfafei’ðalag, að sjá þarna þétta bygðina,
spegilslétt vatnið með eyjum og hólmum, dökt hi’aunið
og eldgygjaboi’girnai’, og lengst í suðvestur iðgrænt engið.
þegar við höfðum svalað mestu foi’vitninni og spui’t fylgd-
ai’mann okkar spjörunum úr, var haldið að Reykjahlíð,
sem aðeins var stuttur spölur. þangað vorum við 7 klt.
frá Dettifossi og um 10 klt. frá Svínadal. þessi dagur var
einhver sá ei’fiðasti fyrir hestana, hagar nær engii’, sterk-
ur sólai’hiti og fai’ið eins hart og hægt var.