Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 64
110
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
í Reykjahlíð búa 4 systkini, börn Einars, er bjó þar
áður og er nú hjá þeim. Bræðurnir heita Sigurður, Jón og
Illugi, en systirin Guðrún, sem er gift þorsteini Jónssyni.
þessir bændur komu allir á móti okkur út fyrir tún og
buðu okkur gistingu, og vorum við þar allir um nóttina og
skorti hvorki rausn né alúðlegt viðmót. Fundum við hvergi
betur en þar, hversu mikils það er vert, að fá góðar við-
Slútnes. í baksýn Vindbelgjarfjall.
tökur eftir langt og erfitt ferðalag. Reykjahlíð er myndar-
og merkisheimili, og mun vikið að því síðar.
Næsta morgun fórum við á bát frá Reykjahlíð út í
Slútnes í Mývatni, sem er víðfrægt fyrir fegurð; það til-
heyrir Grímsstöðum. Slútneg er allstór eyja með miklum
skógi, með grasbölum hið efra og hávaxinni gulstör í kring.
Skógurinn er svo hár og þéttur, að ilt er að komast í gegn-
um hann; hæstu hríslurnar eru 8—10 m. háar og vaxa
sumstaðar alveg út á vatnsbakkann og slúta fram yfir,
svo að róa má inn undir limið, og er þá alt hulið, skip og
menn. þar er mikið eggvarp og dúntekja. Fuglinn var