Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 82

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 82
128 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. andlit. Hér sést þó enn hreinn og' tígulegur höfuðbólssvip- ur á Grenjaðarstaðabænum. Hér á bráðum að reisa þjóð- legan skóla, í tvíbýli við prest og kirkju. Eg vil, að bæn- um á Grenj aðarstað sé haldið við, óbreyttum, með óskertri tign, svo aldir og óbornir viti, hve svipmikil íslensk höfuð- ból hafa verið. R e y k j a h 1 í ð. Flestir kannast við ættarheimilið að Bergþórshvoli, að allir synir Njáls vildu saman búa og með föður sínum. þannig er það og í Reykjahlíð. par býr enn Einar bóndi Friðriksson, synir hans þrír og einn tengda- sonur, allir giftir og margra barna feður. Enginn vill yfir- gefa sína sveit og sitt óðal. Jörðin er bætt og nytjuð hið ítrasta, og búskapur allra bændanna blómgast vel. Einar bóndi er hár maður og herðibreiður, keikur enn og hraust- ur, en blindur orðinn og heyrnin biluð. J>ó þóttist eg sjá ættarhöfðingj ann forngermanska, frá þeim dögum, er æ 11 i n hélt saman. þarna voru yfir þrjátíu manns í heim- ili, alt börn bóndans gamla og tengdabörn, barnabörn og eitt barnabarna barn. Mývatnssveit er ein af þeim fáu sveitum þessa lands, þar sem fólkinu er alt af að fjölga. Jörðunum er skift og þær meir yrktar, eftir því sem fjölskyldur vaxa. Mývatns- áveitan og silungsklakið hjálpar. En í flestum sveitum mun mega finna næg hjálparráð, til þess að fólksfjölgun- in þurfi ekki að flytjast brott, ef átthagatrygðin og ættar- samheldnin væru jafnsterk og í fjallbygð þessari. P ó s t a r n i r. Hefurðu ferðast með landpósti um bygðir og fjöll? Veistu hvað það er, að vera meiri hluta æfinnar á ferð um þetta veglausa land og mega aldrei hika eða dvelja för sína, hversu sem viðrar og hvernig sem snjó hleður á fjöllin? Engin stétt geymir betur vík- ingslegan hetjuþrótt en póstarnir. í þá stöðu veljast ekki aðrir en afbui'ða atorkumenn eða þeir uppgefast fljótlega. Samferðamaður ber til þeirra ótakmarkað traust, engar hættur, engar tálmanir þarf að hræðast. Pósturinn kann alstáðar ráð og kemst ætíð leiðar sinnar í hríðum og stór- viðri, yfir ófærar ár og reginfjöll.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.