Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 90

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 90
136 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. Ef lag á að verða á samgöngum og verslun Héraðs- búa, hljóta Egilsstaðir að verða hjartað, sem allar æðar veita blóði að og frá. Samvinna í verslun verður að hafa sitt aðalból á Egilsstöðum. peir þurfa að verða það fyrir Hérað, sem aðalkauptúnið er öðrum landbúnaðarhéruðum. Alt Hérað þarf að sækja nauðsynjar sínar dagleið yfir fjallvegi, og hvergi er hugsanlegur akfær vegur yfir fjall- vegina, nema brautin milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Mun á þetta minst síðar. E i ð a r standa á Úthéraði, ásum luktir og innibyrgð- ir. þar er, eins og allir vita, héraðsskólasetur, þótt stað- urinn sé á engan hátt vel til þess fallinn. Á Eiðum var eg tvo daga um kyrt í besta yfirlæti. Kyntist dálítið skóla- lífinu þar og kennurunum. Mest kynni hafði eg af Bene- dikt kennara Blöndal og Sigrúnu konu hans. Blöndal á eitt- hvert hið besta bókasafn, í einstaks manns eigu, hérlend- is. Fyrir ljúfmensku hans er bókasafnið hinn mesti menta- brunnur námfúsum nemendum. Frú Blöndal er hin mesta hannyrðakona, og ber vefnaður hennar mest af. Hún hefir lagt mikla stund á að rannsaka íslenskan vefnað, og á nokkurt safn íslensks listvefnaðar og vefjarmynda. Mætti skólinn illa missa starfskrafta þeirra hjóna. Eiðaskóli þarf að eignast bróður í hverjum landshluta. Skólar þurfa að rísa af þjóðlegum stofni, þar sem bændur og húsfreyjur læra að prýða heimili sín, þar sem gáfaðir alþýðumenn eiga kost á að leggja undirstöðu sjálfsment- unar sinnar, finna sjálfa sig og sín hugðarefni, er þeir síð- ar í lífinu nema betur, með aðstoð bókasafnanna og gera að sínu tómstundastarfi. Mestur menningarauður íslendinga er tómstundastarf sjálfboðaliða, verk, sem höfð hafa verið fram hjá matarstritinu, unnin oftast af mönnum, sem ekki hafa fengið til þess sérstaka skólamentun. Ef íslensk menn- ing á að eiga framtíð, á sínum sérstæða þjóðlega grund- velli, þurfum við að eiga marga menn, sem þannig taka fram hjá Við höfum ekki efni eða mannfjölda til að eiga og launa marga sérfræðinga. þessum tómstunda-starfs- mönnum eiga alþýðuskólamir að hjálpa, það er þeirra að-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.