Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 105
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
151
nýja vígbúnað og aukin völd þjóðhöfðingjanna. Aðallinn
varð því að leita nýrra ráða, til þess að geta varðveitt virð-
ingu sína og áhrif í þjóðfélaginu. Á næstu öldum leggja
aðalsmenn alt kapp á að stækka höfuðbólið, og leggja und-
ir það jarðir leiguliða og bænda. Leiguliðar voru sviftir
ábúðarréttinum og jarðimar teknar frá bændum, eða gerð-
ar svo litlar, að þeir gátu ekki framfleytt fjölskyldum sín-
um á þeim, og urðu því að vinna á höfuðbólinu; enda var
til þess ætlast af aðalsmönnunum, því að nú þurftu þeir
mikinn vinnukraft á búgörðum sínum, og fengu hann ódýr-
an, með því að leggja skylduvinnu á bændur og leiguliða.
Við þetta kom fram jarðnæðislaus eða jarðnæðislítill ör-
eigalýður í sveitum, er var ofurseldur fégirnd og valda-
græðgi aðalsmannanna. Kjör bænda urðu víða svo aum, að
þeir flýðu átthaga sína í stórhópum og leituðu til bæjanna,
eða urðu flakkarar á vegum úti. Leist aðalsmönnum ekki
á blikuna, og kvörtuðu sáran um, að þá skorti verkalýð og
að jarðirnar legðust í eyði. Stjórnarvöldin óttuðust það,
að skattarnir yrðu minni.ef að jarðirnar kæmust í órækt, og
urðu því við óskum aðalsmannanna, að leggja átthagafjöt-
ur á bændur. Var þeim og afkomendum þeirra gert það að
skyldu, að búa ákveðinn árafjölda eða alla æfi á sama höf-
uðbólinu, og máttu þeir ekki flytja þaðan án leyfis aðals-
mannsins. Frá fornu fari höfðu aðalsmennirnir í mörgum
löndum hirtingarrétt yfir bændum og leiguliðum, og dóms-
vald í þeirra málum. Notuðu þeir óspart átthagafjöturinn
til þess að auka skylduvinnuna, þar til hún var orðin óbæri-
leg byrði, og leggja á bændur margvíslegar kvaðir. Auður
og völd aðalsmannanna og ánauð bænda og leiguliða voru
aðaleinkenni landbúnaðarins fram á 19. öld. Á þessum öld-
um gáfu stórbýlin af sér miklar tekjur, reksturskostnaður-
inn var oft minni, vegna skylduvinnunnar, en ella, og verð
á landbúnaðarafurðum fór hækkandi, sökum þess, að bæ-
irnir stækkuðu og eftirspurnin óx. Afleiðingar nýrra sigl-
ingaleiða og landafunda voru því meðal annara þessar: 1
bæjum auðug stétt kaupsýslumanna, voldugur jarðeigna-
aðall í sveitum, ánauð bænda, einvaldsstjóm í flestum lönd-