Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 109

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 109
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 155 löndum, var atvinnurekendum með ýmsu móti oft hjálpað til að fá efnið ódýrt. Með lögum var bannað að flytja inn margar vörutegundir, sem hægt var að framleiða heima fyrir, eða að það var lagt á þær hátt innflutningsgjald, einkum iðnaðarvörur, til þess að innlendur iðnaður seldist í landinu sjálfu. Oft voru veitt verðlaun fyrir útfluttan varning. Ríkið veitti mörgum atvinnurekendum stór lán úr ríkissjóði, til iðnreksturs, skattfrelsi og ókeypis lönd til afnota. f mörgum löndum rak ríkið ýmsar verksmiðjur, t. d. tóvinnu- og klæðaverksmiðjur, sykurgjörðar- og sútun- arverksmiðjur, námugröft o. fl., auk framleiðslu til hers og flota. Á 17. og 18. öld var litið á verndartollana eins og nokkurskonar bjargvætt þjóðanna. Hver þjóð víggirti sig með háum tollmúrum, og væru keppinautarnir samt sem áður svo djaiý'ir, að voga sér inn fyrir landamærin, var títt lagt algert bann á vöruna. þegar ein þjóðin fór inn á þessa braut, gripu aðrar til sömu ráða, og þannig varð verslunarstríðið harðara, eftir því sem fleiri þjóðir dróg- ust inn í hringiðu tollasamkepninnar, án þess að stjórn- málamennirnir gerðu sér grein fyrir afleiðingunum í fram- tíðinni. Ríkin lögðu mikið kapp á að ná sér í nýlendur í öðrum heimsálfum; það þótti nauðsyn fyrir iðnaðinn, að hann fengi ódýra hrávöru og markað fyrir framleiðslu sína. Verslunin við nýlendurnar var ýmist rekin af ríkinu, eða seld á leigu innlendum verslunarfélögum; mörg þeirra voru stofnuð með styrk úr ríkissjóði og undir eftirliti stjórnar- valdanna; nutu þau ýmsra hlunninda, og höfðu einokun á allri verslun við nýlendumar. þektast þessara félaga var Ensk-indverska verslunarfélagið (The Company of Mer- chants of trading into the East Indies), stofnað um 1600. það lagði undir sig mikinn hluta Indlands, og var alger- Jega sjálfstætt fram eftir öldum. það var í samræmi við tíðarandann, að verslunin hér við land var ýmist rekin af danska ríkinu eða seld á leigu dönskum verslunarfélögum, fram að lokum 18. aldar, og að Danakonungur, fyrir til- stilli Skúla Magnússonar, veitti fé til þess að koma á fót ullarverksmiðjum í Reykjavík. Stjórnir landanna unnu að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.