Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 5
ÞORSTEINN B. GÍSLASON:
Guðmundur Ólafsson í Ási
Einhver fegursti dalur á íslandi er að dómi flestra, sem til þekkja, Vatns-
dalurinn í Idúnavatnssýslu. I mynni dalsins eru Vatnsdalshólarnir, sem
ásamt eyjunum á Breiðafirði og vötnunum á Arnarvatnsheiði eru sagðir
óteljandi. Framan við hólana er Flóðið, lítið grunnt vatn, sem myndazt hefir
við skriðuhlaup úr Vatnsdalsfjalli, er stíflaði ána. Er þetta litla vatn til mik-
illar prýði. Þar er oft mesti sægur af svönum, einkurn á haustin, og lætur
söngur þeirra unaðslega í eyrum. Við suðurenda Flóðsins er Hnjúkurinn,
og er af honurn fagurt og vítt útsýni yfir dalinn, út yfir Þingið og fram til
heiða. Að austanverðu við dalinn er Vatnsdalsfjall, allhátt og svipmikið,
einkum utan til, en lækkar, þegar fram dregur. Hæsti tindur þess er Jör-
undarfell, rúmlega 1000 metrar á hæð. I fjallinu milli Hjallalands og
Hvamms er allhár og merkilegur foss. Hann er vatnslítill á sumrin í þurrka-
tíð, og þegar hvöss vestanátt er, slitnar vatnsbunan algerlega í sundur og
leysist upp í úða, sem berst um gilið og brotnar í sólargeislunum og myndar
fagra regnbogaliti.
Séra Flaraldur Níelsson var einu sinni á ferð um Vatnsdal og tók þá
eftir þessum einkennilega fossi. Minnist hann hans í einni predikun sinni
sem tákns guðstraustsins í mannssálunum, sem stundum vill rofna, er mót-
lætisvindar blása.
Vestan við dalinn er fyrst lágur háls, gróðursæll og góður til beitar, en
þar fyrir vestan er Víðidalsfjall með Ásmundarnúpi yzt, sem er 665 m að
hæð. Milli fjallsins og hálsins er Gljúfurá, sem skilur Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslur. Sjálfur er dalurinn allbreitt flatlendi, og eru þar frjósöm
engjalönd, þar sem Vatnsdalsáin liðast um í fallegum bugðum á leið sinni
ut í Flóðið. Framan við miðju lokast dalurinn að mestu af háum melum,
°g tekur aftur við sléttlendi þar fyrir framan. Milli melanna að austanverðu
í skjólsælum hvammi er Idof, landnámsjörð Ingimundar gamla, en hinum