Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 31
ANDVARI
LUNGINN ÚR JÖRPUM KERRUHESTI
29
Meðan hún talaði um ristilinn liafði hún öðru hverju verið að pota í þvott-
inn. Sú stutta brá sér inn í gufuna til að huga að skolinu. Hún slæmdi nokkr-
um flíkurn yfir kerbarminn og lét fossa úr þeim. Síðan byrjaði hún að vinda
þær hverja af annarri. Hún stóð fyrir utan gufuna á meðan hún vatt. Svei mér
ef þetta er ekki skyrta af Mýrarhúsa-Jóni, sagði göngukonan. Sama er mér, sagði
sú stutta. Allt þarf að vindast. Annars var ég lánuð þangað núna vegna haust-
verkanna. Fólkið á þeim bæ hefur víst í öðru að snúast en þvotti með hundrað
og iimmtíu af fjalli, tvö naut, fimm folöld og tryppi fyrir utan gamla dráttar-
klárinn. Já, ætli ég viti ekki hvað það hefur að gera, svo mörg árin vann ég
þeim. Jafnvel hundarnir urðu uppgefnir. Sú stutta hélt áfram að vinda. Kannski
þú komir þangað þegar ég er búin. Göngukonan færði sig lengra frá gufunni.
Nei, þangað fer ég aldrei, sagði hún. Ekki í bölvað skensið úr bonum Mýrarhúsa-
Jóni. Fólk á ekkert erindi þar sem það er óvelkomið. Þér félli eitthvað til, sagði
su stutta inni í gufunni. Það er nýbúið að slátra hestinum svo hann er óreyktur
enn. ÞaÖ flæðir allt í nýmeti á bænum. Göngukonan hækkaði röddina eins og
hún vildi að orðin bærust víða: Mér hefur aldrei lagzt neitt til nema þrældómur
á þeim bæ. Síðan sló hún pokanum á öxlina og kóklaðist upp á klapparhornið.
Alltaf þurfti Mýrarhúsa-Jón að gera stanz á verki sínu. Nú hafði hann tekið
upp á því að föndra við að búa til rúllupylsu mitt í heimaslátruninni, og helzt
aö enginn mætti þar nærri koma. Flann dró að sér slög og salt og pipar og gerði
ser ferð út á blóÖvöllinn eftir einhverju úr hestinum til að hafa í pylsuna. Konan
skimaði mæðulega eftir honum hvert sem hann fór utan eldhússins. En þangað
komsthún ekki inn því hann læsti á eftir sér á meðan stóð á matargerðinni. Þetta
dútl í honum var orðið til baga, því nú leið að kvöldi og fólk þurfti að fá mat
sinn. En hún gat lítið gert með læst eldhús og hann þar inni á kafi í matargerð.
Flún hafði orðiÖ að lifa við ýmislegt um dagana ,en hjálpsemi úr þessari átt var
henni framandi með öllu. Hvað ertu eiginlega að gera þarna, kallaði hún inn
um lokaðar dyrnar. Stilltu þig kona, stilltu þig, sagði Mýrarhúsa-Jón. Ég er þó
alténd að reyna að gera eitthvert gagn. Þú ættir ekki að lasta það, sjálf mammons-
drottningin. Og úr Jressu verður göfugasta rúllupylsan á þessu heimili. Og þegiðu
svo. Göíug rúllupylsa. Það lá að. Það vantaði svo sem ekki að göfugt átti það að
vera ef 'hann snerti á einhverju. Hún sneri tautandi frá hurðinni. Ég þarf eld-
húsið, maður, kallaði hún svo. Fólkið verður að geta borðaÖ fyrir þessum hunda-
kúnstum þínum. Mýrarhúsa-Jón anzaði ekki. Flann brá stóru sláturnálinni undir
seglgarniÖ og vatt og reyrði, sem bezt hann mátti, og pylsugöndullinn harðnaði
sniam saman undir höndum hans eftir því sem hann reyrði meir og fastar, og
matarlegir gúlarnir stóðu út á rnilli strengdra seglgarnsþráðanna. Svo reif hann