Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 88
86 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI við tónlistarnám, annan á Akureyri hjá Otto Busch og Kurt Haeser, hinn í Reykjavík hjá Páli ísólfssyni. Ég hafði einnig miklu að sinna, hélt tvo vetur uppi ásamt konu minni skóla á Breiðumýri, undirhjó og sá um hyggingu skólahúss á Laugum sem formaður Sambands þingeyskra ungmennafélaga, er stóð fyrir stofnun skólans. Eftir að svo var komið, að gert var ráð fyrir, að ég mundi verða skólastjóri á Laugum, hafði ég mikinn hug á, að skólinn nyti starfskrafta Guð- finnu, sem 'þar mundi mega njóta á margan hátt. En það fór að rnestu á annan veg. Veturinn ;'ður en skólinn á Laugum tók til starfa, trúlofaðist Hulda systir Guðfinnu. Ég minnist þess enn, hve það Llamrafólk var hamingjusamt með þá trúlófun, er það kom í heimsókn til okkar hjónanna í rúmlega hálfbyggt skóla- húsið á Laugurn. Þetta er í eina skiptið, sem ég minnist Guðfinnu þannig, að mér fannst hún ör af fögnuði, annars einkenndi það hana, hve hún var stillt og lét'fátt trufla skynsemi sína. Llm vorið fór unnusti Huldu að Llömrum og tók að vinna þar að byggingum, eins og hann gerði ráð fyrir að taka þar við búi. En um sumarið truflaðist Hulda á geði. Llm slíkan sjúkdóm vita menn sjaldan mikið, hvernig á honum stendur, en sá grunur læddist að mér, sem þekkti Huldu áður sem kennari hennar, að sjúkdómurinn hefði verið að búa um sig nokkuð lengi, og síðar var mér sagt, að hér hefði verið urn að ræða berkla í heilanum. Vel getur það hafa verið tilgáta ein, byggð á því, að Ragnhildur litla systir hennar hafði dáið úr berklum, og þegar Hulda dó sjál'f litlu síðar en þetta gerðist, voru berklar taldir dánarorsökin. Víst er, að ég heyrði Hamrafólk aldrei fel'la neina sök á unnusta Huldu vegna þessa harmleiks. Guðfinna fylgdi systur sinni suður á Kleppsspítala, og sú þrekraun hennar var skýrð á þann veg, að ekki hefðu verið aðrir til þess en hún og unnusti Huldu, og hún Ihefði ekki getað hugsað til þess, aðþað væri álhann lagt ofan á allt annað. Mér er líka grunur á, að sameigin- leg barátta þeirra við sjúkdóm Lluldu hafi til þess orðið, að Guðfinna hafi borið til hans hlýrri hug en annarra óskyldra manna. En það veit ég, að eftir þessa ferð með systur sinni varð Guðfinna aldrei heil heilsu. Hún var ekki talin berklaveik þá þegar, og alls ekki með smitandi berkla. En varla sýnist geta hjá því (farið, að þá 'þegar hafi hún raunverulega tekið þennan sjúkdóm, er leiddi hana í tuttugu ár að banasænginni. Guðfinna var aldrei sterkbyggð. Hún var há og grannvaxin og aldrei styrk í baki. Þó fann hún ekki til þess, að hún þyldi ekki að sitja við hljóðfæri sitt, fyrr en eftir ferðina með Lluldu systur sinni. Fram til þess hafði tónlistin verið mesta yndi hennar, og hún hafði setið við hljóðfæri sitt nærri hverja tómstund. Nú brá svo við, að hún þoldi það ekki nema stutta stund í senn. Samt var eins og lífsþrá hennar og hugrekki bugaðist ekki. Þegar hún var heima á Hömrum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.