Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 57
ANDVAHI
UPPELDI OG MENNTUN HELLENA
55
fanes finnur só'fistunum samt mest til foráttu, er, að þeir kenni nemendum
sínurn að verja hvaða málstað, sem vera skal, og skipti þá engu, hvort hann er
góður eða illur. Nemendur, sem útfamir séu í slíkri röksemdafærslu, séu ekki
í neinurn vandræðum með að finna fullnægjandi ástæður til að fremja hvaða
óhæfu sem vera skal, t. a. m. að 'berja foreldra sína eða neita að sækja skóla.
Þeir séu líka orðnir of gáfaðir til að trúa nokkmm sköpuðum hlut. Hitt hafi
þeim verið kennt, að hlaupa yfir allt, sem tomelt sé úrlausnar, þegar þeir eru
að vinna að einhverju viðfangsefni. Þannig hljóðar dómur Aristofanesar.
Eitt rit Platóns nefnist „Prótagoras". Er þar dregin upp ljóslifandi mynd af
sófistunum. Llngur rnaður, Hippokrates að nafni, kemur að kvöldi dags til
Aþenuborgar. Hafði hann verið að eltast við strokuþræl allt að landamæmnum.
Verður hann þess þá vísari, að Prótagoras, hinn frægi sófisti, sé kominn til
horgarinnar. Ef ekki hefði verið orðið svona áliðið dags, hefði hann umsvifalaust
larið á fund Sókratesar, sem lofað hafði að koma honum á framfæri við hinn
I ræga „vizkukennara".
Morguninn eftir bíður hann ekki boðanna, en fer í bráða bíti, áður en farið
er að lýsa af degi, til húss Sókratesar og drepur þar rösklega á dyr og hrópar
hástöfum í rniklu ofvæni og sver og sárt við leggur, að hann sé reiðubúinn að
greiða allt handbært fé sitt í kennslugjald.
Sókrates.
Platón.