Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 97
ANDVAIU
GIIÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ IIOMRUM
95
gefa út áður prentuð Ijóð Guðfinnu og úrval ‘þeirra Ijóða, er ég hafði húið undir
prentun, og fela Kristjáni Karlssyni úrvalið og útgáfuna og að rita um hvort
tveggja. Mér fannst, er ég frétti, að þetta hefði verið af mér tekið ránshendi,
og Ararð í fyrstu ókivæða við. Mér var þetta viðkvæmt vegna þess, að verið væri
að ræna mig því að standa við löngu gefin loforð og einnig því, að njóta minn-
inga um einn þann fulltrúa, er ég átti beztan þeirrar sveitar, er ég hafði komið
í þrettán ára gamall, notið vinsælda vegna þess, sem ég hafði þar þegið og gefið,
og síðan orðið að yfirgefa sem 'fertugur maður, til þess að hefja annað líf, sem
raunverulega varð aldrei nema aðörlitlu leyti líf sjálfs mín. En er frá leið, sætti
ég mig þó við þetta. Vissulega varðaði útgáfa á 'ljóðum Guðfinnu miklu meira
hana en mig, og hitt var þó enn vissara, að ljóðin voru hennar eign, en ekki nrín.
Og sízt af öllu mátti ég spilla því, að hin ibeztu þeirra yrðu nú loksins hirt. Ég
gat jafnvel gert mér vonir um, að það yrði til ávinnings fyrir þau, að maður yngri
kynslóðar en okkar Guðfinnu túlkaði þau, hann átti léttari leik en ég að gera
mál hennar skiljanlegt nýjum tíma. Jafnvel það, sem liðið er, verður 'hver ný
kynslóð að skilja sínum skilningi, heldur en eftir forsögn og leiðbeiningum
þeirrar kynslóðar, sem er að hverfa. 'Þess .vegna felldi ég úr þessari minningagrein
allt það, sem upplhaflega var þar um ljóð GuÖfinnu, læt aðeins orð um það falla
sem órökstuddan dóm minn, að mörg Ijóð hennar, eins og t. d. Ljósmynd að
vestan, Með sól og LjóÖ vors lands, séu með beztu ljóðum, sem á íslenzku práli
hafa verið ort.
AnnaÖ vil ég einnig segja um Ijóð Guðfinnu, en ekki sem bókmenntadómari,
heldur bara sem kunnugur maður henni: Þau eru mjög persónuleg fyrir hana að
því leyti, aðhún segir frá því einu, sem hún hefur sjálf fundið og reynt, og vill
segja frá því eins satt og hún framast getur. Auðvitað er hún háð umhverfi sínu
og tírna eins og við erum öll án þess að ivita það, en það er hennar bamaskapur,
en ekki þjónusta við tízkusmekk eða nokkurt tildur, .cnn síður eftirherma eða
yfirdrepsskapur.
Svo skal ég ,að lokum drepa á tvennt, sem kom mér óvænt í kvæðunum, sem
mér bárust fyrst í hendur eftir hana látna.
Annað er, hvað þar var margt af ástakvæðum úr reynslu sjálfrar hennar,
jafnvel djúpstæðrar reynslu. Svo að ég sé alveg hreinskilinn, læt ég þess getið,
að ég leitaði ifræðslu um tildrög þeirra kvæða til Áskels Snorrasonar, áður en
hann dó, og rteddi einnig við vin hennar einn, sem ég hef ekki heimild til að
netna. Hvorugur þeiria ,hafði nokkuð að segja mér um þettb efni nema það, sem
tinna rná í kvæðinu Tvær systur. Mér er því í tullu gildi, — og ég hef þar raun-
verulega engu ,við að bæta, — það sem hún hefur sjálf sagt um þetta efni í sínu
síðasta ófullgerða ljóði: