Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 12
10
ÞORSTEINN R. GISLASON
ANDVARI
þingmaður í 20 ár, og hafði þá enginn farið jafnlengi með umboð fyrir Hún-
vetninga á Alþingi.
Þegar hann hafði verið þingmaður í 14 ár eða árið 1928, var hann kos-
inn forseti efri deilclar þingsins, og var hann fyrsti bóndinn, sem kosinn var
í það sæti. Margt var af merkum þingmönnum þá í deildinni, og bar þessi
kosning glöggt vitni samþingsmanna hans um álit þeirra og traust á hon-
um, er þeir völdu hann til þessa virðingarstarfs. Skipaði hann þetta sæti upp
frá því, meðan hann sat á þinginu. Kom víst engum til hugar að breyta
þar til, meðan hans naut við. Réttsýni hans, óhlutdrægni og dómgreind dró
enginn í efa.
Það féll þá í lians hlut að sjálfsögðu að vera einn af þremur forystu-
mönnum Alþingis á hinni myndarlegu og merkilegu þúsund ára afmælis-
hátíð þess að Þingvöllum árið 1930. Hinir forsetar þingsins voru þá Asgeir
Asgeirsson, síðar ríkisforseti, sem var forseti sameinaðs þings, og Benedikt
Sveinsson, forseti neðri deildar. Á hátíðinni fagnaði Guðmundur Vestur-
Islendingum að Lögbergi, og skal hér birtur síðari hluti ræðu hans:
—hvort sem var í erfiðleikum eða upphefð hafa Vestur-Islendingar
aldrei gleymt ættjörðinni. Þeir eru sjálfsagt margir, sem með Stephani G.
Stephanssyni hafa af alhug getað tekið undir þetta, ef til vill, fegursta og
háfleygasta vers, sem ort hefir verið með ísland í huga:
Ylfir 'heim eða Ihimin
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðarlönd!
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.
Ræktarsemin og ástin til íslands veldur því, hve margir þeirra heimsóttu
oss, og munu þeir þó vera margir, sem ekki hafa haft ástæður til þess ýmsra
hluta vegna, en sem sjálfsagt munu nú engu síður liugsa hlýlega beim á
Frón til þess fornhelga staðar, er vér nú stöndum á.
Eg er þess fullviss, að engum getur Alþingi og þjóðin öll látið innilegra
þakklæti í té fyrir komu sína á Alþingishátíðina heldur en Vestur-íslending-
um, sambornum systrum hennar og bræðrum. Hátíðargestir vorir hafa engir