Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 25
andvari
ALDARAFMÆLI LIÁSKÓLAFYRIRLESTRA BRANDESAR
23
skáldum um skort á listrænni dirfsku, barnaskapurinn væri fangamark þeirra,
°g því væri þeim meinað að skapa þrekmikinn skáldskap við tímans hæfi.
í 2. bindi Meginstrauma ber Brandes saman hina rómantísku stefnu í Þýzka-
landi og í Danmörku. Hvergi er Brandes hvassyrtari í Meginstraumum en þegar
bann túlkar rómantísku skáldin þýzku. En bann blóðmarkar hina dönsku skáld-
bræður þeirra í bókstaflegum skilningi. í þessum samanburði er hann fús til
að játa snilli liinna þýzku rómantísku skálda, bælir þeim fyrir bið trylita flug
draumóra þeirra, jafnvel þegar þeir jaðra við geggjaðan fáránleikann. En dönsku
skáldin hafa ekki hætt sér út á svo hála stigu. Þau eru gædd meira samræmi,
ttteira jafnvægi. En þetta stafar af hugleysi: Dönsk skáld hafa ekki brapað,
vegna þess að þau klifu aldrei þangað sem bætta var á aS hrapa. Þau hafa látið
öSrum um að klífa Montblac. Þau hafa komizt hjá að háisbrjóta sig, en þau
bafa þá ekki heldur tínt þær aipajurtir, sem hvergi blómstra nema á hátindum
I jalla og á yztu nöf hyldýpisins.
Samtíðarmenn Brandesar kölluðu vísbendingar 'hans 'um listræn viðfangs-
elni realisma. En í bók sinni Det moderne Gennembruds Mænd, Ruðnings-
rnenn vorra tíma, þar sem Brandes kannar liðið, sem 'hafði skipað sér undir
nierki bans, túlkar hann þá listastefnu, er hann bafði rutt braut í bókmenntum
Norðurlanda, og kallar hana natúralisma, því að hún feli í sér alla bluti tilver-
nnnar, allt frá Ijúfasta álfaljóði Shelleys til ostahljómkviSu Zola. ÞaS fór fjarri
því, að Brandes \úldi skera listamönnum þröngan stakk eða skammta þeim verk-
efnin. Hann hafði engan bug á að verða barnfóstra norrænna skálda. En með
vissu vann hann ljósmóðurstörf við fæðingu nýs skáldskapar Norðurlanda á 8.
tugi síðustu aldar.
Græninginn þinn!
Hver kenndi þér, hver kenndi ykkur öllum,
skegglausu drengir, að bregða sverði,
hver var foringi ykkar, er þið báruð sigur af fjendunum,
hver gerði ykkur að Ihetjum Dana?
Eg, Pálnatóki!
Enginn maður hefði getað tekið sér í munn þessi orS Pálnatóka í leikriti
Oehlenschlágers með fyllra rétti en Georg Brandes. Hann kenndi hinum ungu
skáldum Dana vopnaburS. Og víðar átti bann ítök, áhrif hans náðu til Ibsens,
Bjömsons og Strind'bergs, svo nokkrir séu nefndir, Brandes átti ekki lítinn þátt
1 að koma þessum mönnum til frama erlendis. Leikbókmenntir heimsins fram
á þessa öld bera enn mark Ibsens og Strindbergs. Flestir rithöfundar Dana fram
ftð aldamótum og eftir þau hafa mótazt að meira eða minna leyti af þeirri hreyf-