Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 93
ANDVARI GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM 91 og nokkuð oft leið norður í Reykjadal þaðan og þá stundum um Húsavík. Þar átti ég fátt náinna vina annarra en feðginanna og síðar mæðgnanna frá Hömrum, og þar átti ég víst, að tekið væri á móti mér eins og ég væri að koma heim til mín. Allra minnisstæðast er mér, liversu elskulega mér var tekið, er ég kom þangað með hóp af börnum mínum og beið þar eftir skipi, og næst minnisstæðast, er Guðfinna sýndi mér ljóð sín í fyrsta sinn. Vorið 1942 flutti ég heimili mitt frá Reykjavík að Þverá í Dalsmynni í Suður- Þingeyjarsýslu. Einhvern veginn fannst mér, að mínir gömlu sýslungar tækju mér með litlum fögnuði. Þó er mér í minni a. m. k. ein undantekning frá því. Guðfinna skrifaði mér stutt og mjög elskulegt bréf og bauð mig velkominn í nágrennið. Reyndar var nágrennið ekki meira en það, að ég minnist þess ekki að hafa átt nema einu sinni eftir það leið um Húsavík, meðan Guðfinnu var þar að hitta, og þá var hún ekki heima. Ég hitti hana þó í þeirri ferð, og sá fundur okkar var ánægjulegur. Að áliðnu fyrsta sumrinu rnínu á Þverá bar þar gest að garði, Ragnar í Smára. Hann óskaði þess, að ég fylgdi sér austur um Þingeyjarsýslu, og var ég fús til samfylgdar honum. Við áttum síðan talsvert víðreist um héraðið. f þeirri ferð keypti hann útgáfurétt að ritum Þorgils gjallanda, og eftir það fórum við ofan í Sand að hitta Guðmund föðurbróður minn. Þaðan héldum við til Húsavíkur, og var erindið að hitta Guðfinnu frá Hömrum. Idún var þá suður á Laugum í heimsókn hjá Kristjönu Pétursdóttur. Þangað komum við að áliðnu kvöldi, sem varð mjög ánægjulegt. Guðfinna lék á orgel fyrir Ragnar, og alltaf var hann jafn hrifinn og bað um nýtt lag. Aheyrendur voru ekki aðrir en við Kristjana, sem þó vorum líklega fremur áhorfendur en áheyrendur, a. m. k. ég. Ég held, að við Guðfinna höfum ekki skipzt á orðum þetta kvöld nema við heilsuðumst og kvöddumst. Hins vegar höfðum við Kristjana margs að minnast. Með henni og konu minni, Helgu, var mjög náin vinátta. Helga hafði ráðið hana forstöðukonu Húsmæðraskólans og verið í stjórn skólans, meðan hún átti heima í Revkjadal. Ég naut alltaf konu minnar hjá Kristjönu samkvæmt lögmálinu, að þegar rignir á prestinn, drýpur á djáknann, og svo vona ég, að ég ha'fi ofurlítið notið sjálfs min, fannst liún meta starf mitt á Laugum meira en flestir eða allir aðrir. Við höfðum starfað þarna við skólana á Laugum hæði saman fjögur ár, nágrenni okkar alltaf verið gott og námsstúlkur hennar sótt til mín kennslu í íslenzku. Ég trúði því lengi, að Guðfinna hefði ekki ort ljóð fyrr en henni varð erfitt uð rækja hljómlist sína vegna sjúkleika eftir 1927. En seinna sagði mér það Askell Snorrason, að slíkt hefði verið vegna ókunnleika míns. Áskell var umfram alla aðra menn náinn heimilinu á Hömrum og trúnaðarvinur Guðfinnu. Elann fræddi mig um það, að Guðfinna hefði 'þegar á unga aldri hyrjað að leika sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.