Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 80
78
ARNÓR SK.ll HJÓNSSON
ANDVAIU
meðan húsmóðirin liitaði mér súkkulaði í eldlhúsi, sem var undir sama risi og
baðstofan. Hún var íámál húsmóðirin, enda var ég eigi heldur margmáll á þeim
árum. En ég man enn eftir augum hennar, líka lit iþeirra, og ég er þó ekki minn-
ugur á augnalit fólks, og svo fannst mér þögn hennar einhvern veginn svo undar-
lega þægileg. Þegar ég hélt heim, voru lidu stúlkurnar enn sunnan undir bæjar-
veggnum.
Ekki var fjölrætt í Reykjadal umþau hjónin á Hömrum, Jón Kristin Eyjólfsson
og Jakobínu Sigurðardóttur, svo að ég yrði iþess var fyrstu árin, sem ég var þar í
dalnum. Þau höfðu komið að Hömrurn ári áður en við fluttum að Einarsstöðum.
Komið liöfðu þau frá Grímsstöðum við Mývatn. Þar höfðu þau þó aðeins verið
eitt ár og líklega búið þar við litlar jarðarnytjar. Áður höfðu þau verið á Arnar-
vatni í Mývatssveit, fráþví er þau giftust 1898, að einhverju leyti í skjóli for-
eldra Jakobínu, Sigurðar Magnússonar og Guðfinnu Sigurðardóttur, og þar
voru báðar dætur þeirra fæddar, Guðfinna 27. fébrúar 1899 og Hulda 1902.
Jón Kristinn var fæddur og uppalinn á Reykjum í Reykjahverfi, þingeyskrar
ættar, en Jakobína var fædd og uppalin á Arnarvatni og átti margt skyldfólk þar
i sveitinni, þar á meðal þrjár systur, en fjórða systir hennar var gift kona í
Reykjadal, á Ondóttsstöðum, í næsta nágrenninu. En sambands þeirra hjónanna
við ættfólk þeirra gætti ekki mikið, nerna við grannfólkið á Öndóttsstöðum.
En á heimili þeirra var mikil eining, og sainbúð iþeirra við dæturnar rnjög
innileg. Þess varð enn meira vart um föður '|>eirra, Jón, hvað hann lét sér annt
um þær. Hann var nrjög hneigður fyrir söng og hljóðfæraleik, og hann kenndi
dætrum sínum á orgel strax í bernsku þeirra, jafnvel áður en hann kenndi þeim
að lesa. Þriðja dóttirin, Ragnhildur, er fæddist 1909, var farin að leika á orgel
fjögurra ára, en hún var líka þeirra allra næmust barnið, og faðir hennar trúði
því, að hún væri undrabarn. Hún dó þegar í bernsku, og lauk svo þeim draumi.
Líklega hefur það verið missir hennar, sem olli því, liversu rnjög bar á því,
að Jón óttaðist um hinar dætur sínar, ein'kum Huldu, ef þær voru að heiman
og eitdrvað var að veðri.
Jón var organisti í kirkjunni á Einarsstöðum og rækti það af samvizkusemi.
En hann naut ekki vinsælda fyrir það, og var þó ekki hans sök. I sveitinni var
ágætt söngfólk og mikið sungið. Fyrstu árin, er ég var þar, ha'fði Jón Sigfússon
á Halldórsstöðum forystu í sönglífi sveitarinnar. Hann hafði líka verið organisti
í kirkjunni á undan nafna sínum. Svo hóf presturinn landamerkjamál við Hall-
dórsstaðamenn, og eftir það gat hann ekki notazt við Jón Sigfússon sem organ-
ista, en leitaði til nafna hans nýkomins í sveitina. Fólkið vildi halda tryggð við
sinn gamla söngstjóra, sem hafði forystu í söng þess utan kirkjunnar. Þetta voru
ákaflega viðkvæm mál, og galt þess sá, er inn í þau greip ókunnugur. Það varð