Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 152
150
HELGI SÆMUNDSSON
ANDVARI
Skáldskapur Þorgeirs Sveinbjarnarsonar spratt oft af yfirskilvitlegum næm-
leika. Auðvitað vissi liann dauða sinn fyrir og lýsir þeirri vissu sem grun í einu
fegursta og voldugasta kvæði sínu, en lætur iþó eins og lítið sé til að gefa enn
meira í skyn:
Hendur mínar,
þið eruð ékki lengur
beitar,
en kólnið
hægt
og hægt.
Ég þo ri aldrei framar
að strjúka ykkur
um vanga á barni.
Ég veit að einlhver skilur mig
þó að íþið, liendu r mínar,
vitið ekki hvað mig grunar:
Bráðum höf ég
engar ‘hendur.
Til þess að gera þannig upp reikningana við heiminn og lífið þarf ærna
mannslund, en sér í lagi mikla skáldgáfu.
VIII
Hannes Pétursson hefur lagft mikla rækt við ljóðform sitt og sannar enn leikni
sína með ferhendunum í Rímblöðum (1971). Leit hans telst sókn en ekki flótti.
Aðferðin er gömul, þrátt fyrir tilraunirnar, en skáldsk'apurinn nýr og frumlegur.
Hannes lætur jafnan mynd, tilfinningu eða skoðun vera þungamiðju kvæða
sinna. Árangurinn dæmist misjafn, en vandfundin munu þau ljóð í Rímblöðum,
þar sem eitthvað af þessu kemst ekki til skila. Nokkur þeirra eru slík, að Hannes
hefur naumast ort betur í annan tíma.
Hannes Pétursson notar mikið tákn í skáldskap sínum. Sum Jieirra reynast
auóskilin. önnur virðast harla dulin. Varla leynist, að kvæði eins og ,,Boli“ muni
pólitískt, en sama máli kynni að gegna um ,,LTr ævirímu Þorska-Bjarnar“. Tákn-
in ráða samt eigi síður miklu um skáldskapinn dulin en augljós, og hér kennist
gleggst sérstaða Hrrmcsar í samtíðarhókmenntunum. Myndirnar speglast á svip-