Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 129
ANDVART
UM VISINDALEGA AÐFERÐ
127
grundvöll. Veit ég það, að sumir vísindamenn hafa verið óprúttnir á að láta í
Ijósi þess konar hugmyndatilbúning, getgátur meira eða minna úr lausu loftinu,
„hýpotesur", sem þeir kalla það, og segja sem svo, að Iþótt þær séu eða reynist
rangar, geti þær þó ef til vdll leitt að sannleika eða sennilegleika. Þetta hefur mér
ætíð þótt mjög viðsjált, og lítið 'þekki ég af „sannleik“, sem sv'O sé til kominn í
mínum fræðum — en næsta margt, sem hefur reynzt alrangt og hefur ekki verið
til annars en óþarfra ritdeilna, tímaeyðslu og verkeyðslu. Eitt dæmi skal nefnt.
Sophus heitinn Bugge hélt því með miklu kappi fram, að hin elztu skáldakvæði,
kvæðin, sem eignuð eru norrænum skáldum á 9. öld, gætu ekki verið frá þeim
tímum, ýrnsra hluta vegna, ekki sízt þeirra málsmynda, er fyndust í kvæðunum;
þær hlytu að vera yngri en svo. Færði hann fram ýmsar svokallaðar sannanir,
surnar veigameiri en sumar.
F. J. varð hér til andmæla og hvað enga „sönnun" vera flutta fram fyrir þess-
um skoðunum og rengdi allar ástæður fyrir þeim. Hvort sem F. J. hafði rétt fyrir
sér í öllu, þá er það víst, að máJið eða málsmyndirnar eru engin sönnun móti
kvæðunum og aldri þeirra. Nýfundið rúnaletur (Eggjasteinninn) frá því um 700
hefur nú sýnt, að Bugges skoðun og ályktanir voru gersamlega rangar. Það er og
sumum mönnum tamt að sýsla mjög með „mögulegleikum", sem lítill eða enginn
fótur er undir, og þá allt dregið til til þess að gera þennan fót, sem þó vill oft
veill verða. Ég neita því sízt, að það er stundum óumflýjanlegt, að leita til þess-
ara mögulegleika, þótt óyndisúrræði sé, og ég geri það sem allra sjaldnast. Ég vil
heldur setja „alls óvíst“ eða því urn líkt og ekki látast vita meira en hægt er eða
vera það skarpsýnni en aðrir að vilja tylla upp einhverju hrófatildri, sem dettur
svo, ef andað er á það. Það er hinn mesti misskilningur, að það sé blygðunarefni
að gefast upp — þegar allt þrýtur. Ég hef gert mér það að reglu yfir höfuð að
segja ekki meira en hægt er að standa við — og helzt ekki fara niður úr því, sem
sennilegt er.
Ég get ekki bundizt þess í þessu máli að segja eitt orð um það, sem menn
kalla „andríki“. Sízt neita ég því, að það er unun að lesa vel skrifað, „andríkt"
mál — en þó hef ég því aðeins unun af því, að ég íinni traustan grundvöllinn
undir. Bf svo er ekki, vekur andríkið mér ekki annað en ergelsi og gremju; þá
er það ekki nerna skáldskapur, fyrir utan vísindin og einskis virði. Það er oft —
ég vil ekki segja oftast — svo, að andríkið á að hylja skort á vísindalegri aðferð
og skort á sannanagögnum eða hvort tveggja í senn. Ég gæti nefnt mörg dæmi
þessa. Stórum bókum og oft að útlhi til vísindalega sömdum, er af samtímis-
mönnum oft tekið með fögnuði og dálæti, þær hafnar til skýjanna fyrir andríki
o. s. frv. Eftir aðeins fáein ár eru þessar bækur ekki nefndar á nafn — vegna
þess að þær vantar grundvöllinn, þann eina og sanna. En rit, sem talin eru