Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 141
ANDVARI
ÍSLENZK LJÓÐLIST 1969—1971
139
V
Stet'án Hörður Grímsson þótti ungur eift af listrænustu ljóðskáldum jainaldra
sinna, en lét svo ekki frá sér heyra lengi. Nú .er komin ný bók eftir hann, Hliðiw
á sléttunni (1970). Er hún 'f’rábrugðin fyrri Ijóðagerð skáldsins og því lík, að
Stefán Hörður sé að glíma við nvjungar, sem enn muni á tilraunastigi. Kvæðin
eru brot og flest harla viðkvæm. Maður bjóst við meira af Stefáni Herði.
Enn er sérkenni Stefáns Harðar íónrænt málfar, en það hentar ekki alls
kostar til þeirrar myndsmíðar, sem vakir fyrir honum í Ijóðum nýju bókarinnar.
Áður kliðaði skáidskapur hans ljúfum niði, en nú á hann að speglast lesendum.
Þetta tekst Stefáni Herði ekki til neinnar hlítar. Kvæðin eru öll stutt, en ná
varla tilgangi sánum. Listræn afstaða Stefáns Harðar dylst raunar ekki, en hún
fer einhvern veginn út um þúfur. Helzt finnst mér varið í kvæði eins og „Flug-
mundir". Það er fallegt og skilur eitthvað eftir, þó að heildarmyndin sé raunar
helzt til dauf:
Það er sumarið
sem málar biáar vindskeiðar
á dagsbrúnina.
Því verður ekki neitað.
Lúðurinn 'breytir um hljóm
þegar haustar á fjöllum.
Syngdu fugl.
Hann krýndi vindinn blómum
og þau hafa angað
síðan hún fann þau.
Syngdu fugl
syngdu nótt af vegum.
En Stefán Hörður verður að ráðast í meira, ef hann hyggst færa út ríki sitt.
Jón Jóhannesson vakti atihygli nvjð ljóðahók sinni / fölu grasi fyrir nær tveim-
ur áratugum, enda voru þar ágæt kvæði eins og „Stríðsgróði vor“ og einhver
fleiri. Ný bók eftir hann, Þytur á þekju (1970), er henni mun síðri. Raunar
glitrar víða á skáldskap í kvæðunum, en hann myndar hvergi heild. Jón hefur
annaðhvort í huga nýjungar, sem 'hann ræður ekki við, eða hann gerir sér von
um, að góð ljóð verði til af einhvers konar bendingu. Ég efast ekki um gáfu Jóns
Jóhannessonar, en vinnubrögðum hans hlýtur að vera áfátt. Skáldskapur er