Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 49
andvari
UPPELDI OG MENNTUN HELLENA
47
Hvergi koma heitustu óskir og þrár manna skýrar í ljós en í hugmyndum
þeirra um annað líf. Pindaros hefur dregið upp dýrlega mynd af landslagi og
umhverfi á Eyjum hinna sælu, heimkynnum útvaklra eftir dauðann:
Hverjum sem að lí'fin lifað 'hefur
lastvart þrenn og eiðfast hvorumegin,
honum Seifur ljúlfur leyfi gefur
loks að fara Kronosborgar veginn
til Eyjar Sælla; sjáargolan Jeikur
svöl þar ódáins við mærar eikur.
Vaxa blóm þar gullin, gullnir sveigar
glóa þar á björtum skörum lýða;
með Rbadamanþýs drekka dýrar veigar
dróttir og á ráðin spöku 'hlýða.
(Grímur Tbomsen þýddi.)
En hvað hafast svo hinir útvöldu að, þegar þeir háfa drukkið nægju sína' af
hinum dýru veigum og hlýtt á hin spöku ráð: Sumir þeirra skemmta sér við
kappreiðar á gæðingum, aðrir þreyta íþróttir á leikvangi, sumir sitja að tafli eða
leika á hörpu, en allt umhverfis angar hlómaskrúð, fullt unaðar og sælu.
Evrípídes, harmleikaskáldið fræga, var hins vegar á allt annarri skoðun:
»Af margs konar böli í Hellas,“ segir hann, „er íþróttafarganið verst. fþrótta-
garpar eru þrælar munns og maga ... I æsku eru þeir hinir glæsilegustu, eftir-
lætisgoð samborgara sinna. En þegar ellin grá nálgast, þá er þeim fleygt til
hliðar eins og gauðslitnum yfirhöfnum. Ég fordæmi þenna sið Hellena, sem
þyrpast sarnan unnvörpum til að liorfa á þessa menn og géfa sig á vald einskisnýtri
skemmtun. Hver varð nökkurn tíma föðurlandi sínu að liði með því að ávinna
ser sigursveig fyrir glímu eða fráleik í hlaupum eða kringlukasti eða fyrir að
reka öðrum roknahögg á kjammann? Ætli þeir berjist við óvinaher með kringlum
eða reki gat á skildi með hnefanum? Sigursveiga ættu jreir að hreppa, sem
góðir eru og vitrir, og sá, sem bezt stjórnar borgríkinu af hófsemi og réttvísi eða
utrýmir illvirkjum og hindrar deilur og flokkadrætti." (Evríp. Autol., lausl. þýtt).
Augljóst er, að Evrípídes hefur ekki aukið lýðhylli sína með slíkum ádeilum.
Alá raunar svo að orði kveða, að hér háfi verið um beina árás á Ólympíuleikana
að ræða.
Gamanleikaskáldið Aristofanes tók upp hanzkann fyrir íþróttirnar og íþrótta-
mennina. Sakaði hann Evrípídes og sófistana, vizkukennarana, vini hans, um