Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 54

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 54
52 JÓN GÍSLASON ÁNDVAHÍ IV I einu riti Platóns er að finna eftirfarandi samtal milli Sókratesar og vinar hans, sem Faidros hét. Faidros segir: „Alltaf er ég hissa áiþér, Sókrates, þegar þú ert uppi í sveit, því að þá ertu sannast að segja eins og útlendingur, sem farið er með um landið í umsjá leiðsögumanns. Ferðu nokkurn tima yfir landamærin? Bezt gæti ég trúað, að þú færir aldrei svo mikið sem út fyrir horgarhliðin.“ Sókrates svarar: „Liiukrétt, kæri vinur! Og ég geri ráð fyrir, að það standi ekki á þér að afsaka mig, þegar þú heyrir ástæðuna, sem er sú, að ég ann þekkingu, og mennirnir, sem í borginni búa, eru kennarar mínir, en ekki trén eða sveitin. Að vísu mætti vel segja mér, að þú hefðir fundið upp eitthvert töfrabragð til að lokka mig út úr borginni upp í sveit, rétt eins og svangar kýr eru lokkaðar með því að veifa framan í þær laufi eða ávöxtum eins og beitu. Um leið og þú lætur skína í þá von eins og beitu, að ég muni fá tækifæri til að komast í rökræður, þá getur þú teymt mig um alla Attíku, já, um víða veröld." Ekki er óviðeigandi að hafa þessi orð Sókratesar sem e. k. inngang að stuttri greinargerð um æðri menntun Hellena. I þessum samtalskafla koma fram nokkrar staðreyndir, sem mest stuðluðu að þróun og eflingu náms á æðra fram- haldsstigi: Borgarlífið var ómissandi grundvöllur þess, þekkingarþrá og sannleiks- ást veittu því lífsþrótt, og fræðslustarfið féll afar oft í farveg rökræðna. Á fyrra hluta 5. aldar kvað ekki mikið að framhaldsnámi að loknum barna- og unglingaskóla þ. e. a. s. um 14 ára aldur. Synir efnamanna héldu áfram að iðka alls konar íþróttir. I þeirra hópi voru hestamennska og kappakstur vinsælar skenmrtanir. En á dögum Períklesar eða um miðja 5. öldina fór knýjandi þörf fyrir framhaldsskólakennslu að gera vart við sig. Tók þá að mótast framhalds- skólamenntun fyrir unglingspilta á aldrinum 14—18 ára, þ. e. a. s. á þeim fjórurn árum, sem liðu frá því að bamaskóla lauk og þar til ungmennin voru kvödd til herþjónustu, 18 ára að aldri. Ymsir hinna helztu barnaskóla tóku upp framhaldskennslu. Er á einum stað í bókmenntunum sagt frá komu Sókratesar í slíkan skóla Drengirnir í þessum li'amhaldsbekkjum voru allir af göfugum ættum. Tveir piltanna voru niður- sokknir í að ræða um atriði í störnufræði og vitnuðu máli sínu til stuðnings í Oinopídes, frægan stærðfræðing og stjörnufræðing, og Anaxagoras, enn frægari stjörnufræðing og heimspeking. Drógu þeir hringa í sandinn á gólfinu og reyndu að útmála með handahreyfingum halla á hringbrautum einhverra himintungla. Framhaldsfræðsla mótaðist einnig mjög í öndverðu af kennslu sófistanna svonefndu, e. k. farandkennara, sem kenndu allt rnilli himins og jarðar. Stundum voru stærðfræðingar og stjörnufræðingar ekki taldir til sófista. Stafar sú aðgrein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.