Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 144
142
HELGI SÆMUNDSSON
ANDVARI
Bjarni M. Gíslason hefur dvalizt inarga áratugi með Dönuni, en samt ort
löngum á íslenzku sér til hugarhægðar. Af fjarri strönd (1971) er úrval þessara
ljóða. Naumast dylst, að málnotkun skáldsins er nokkrum erfiðismunum háð,
en sum kvæðin búa yfir minningabjarma, sem gæðir 'þau geðfelldum þokka.
Bjarni ,M. Gíslason er í kreppu á skáldskap sínum, kvæðin virðast gömul að
áferð og boðskap. Ljóðformið, sem 'hann vandist ungur, reynist 'honum þungt
í vöfum, en nýstárlegar tilraunir hans heppnast varla sem skyldi. Þó vel ég eina
jx;irra til að sýna, hvað þessum útlaga tekst bezt í viðleitni sinni að tjá geðhrif
og hugsýnir:
Töðuilmur.
Mjúklátur niður bárunnar.
Sjávarlykt.
Hvíslandi andvari í grasinu.
Votur líkami
spriklandi í brimlöðrinu.
Sumarfagnaður.
Af fjarri strönd er eins konar kveðja Bjarna M. Gíslasonar til ættjarðar sinnar.
Gildi bókarinnar er ekki aðeins liátrænt. Hún er miklu fremur handtak yfir
hafið. !
VI
Sigríður 'Einaiis frá Munaðarnesi gaf út fyrir löngu tvær ljóðabækur með
nokkru millibili, en er og kunn af þýðingum og öðrum ritstörfum. Nú bætir
hún allt í einu við tveimur nýjum ljóðabókum, ,sem heita Laufþytur (1970) og
1 svölu rjóðri (1971). Sigríði heíur drjúgum vaxið ásmegin með aldrinum. Hún
læriraf sumum ungu skáldunum vinnubrögð, rsem virðast henta henni. Kvæðin
eru flest stutt, og skáldkonan gætir hóls, en ástundar vandvirkni. Málfar hennar
er myndrikt og tónrænt, ög áferð ljóðanna fer vel. Sigur Sigríðar Einars er mikitl,
þegar maður ber saman hagmælsku hennar áður lyrr og skáld^skapinn nú.
Tvödæmi frumsömdu kvæðanna í Laufþyti tala sínu máli. Fyrst er „Eitt orð“:
Eitt orð alf vörum,
eitt orð sem geymist
'hin eina sögn.