Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 59
andvari
UPPELDI OG MENNTUN HELLENA
57
Fyrr á tímum hafði lítill munur veriS á menntun fátækra og ríkra. I menningar-
legum efnum var því ekki ýkja breitt bil milli efnamanna og hinna, sem viS
þrengri kjör áttu aS búa. Þess vegna hafSi ekki boriS mikiS á því á fyrri tíS, aS
neitt djúp væri staSfest milli auSmanna og fátæklinga. En um leiS og sófistarnir
fóru aS láta til sín taka, varS hér mikil og snögg breyting á, því aS þeir kröfSust
kennslugjalds, sem einungis var á færi þeirra aS greiSa, er voru vel fjáSir. Stétta-
skiptingin tók því nú aS gerast mjög áberandi, og var sófistunum um kennt.
Nemendur þeirra, sem flestir voru auSugir, stórættaSir og siSfágaSir, lögSust
flestir á sveif meS þeim, sem aShylltust fámennisstjórn. Hellenum var tamt aS
gera kennarann ábyrgan fyrirþví, hvernig nemandinn hagaSi sér aS námi lóknu.
LýSræSissinnar höfSu illan bifur á sófistum, af því aS margir nemendur þeirra
aShylltust fámennisstjórn eSa einræSi. LýSræSissinnar þeir, sem beittu sér fyrir
málaferlunum gegn Sókratesi og stóSu aS aftöku hans, breyttu þannig ekki sízt
vegna þess, aS bæSi Kritías, einn hinna illræmdu þrjátíu harSstjóra í Aþenu, og
Alkibíades, hinn glæsilegi, en ófyrirleitni ævintýramaSur, voru nemendur hans
og vinir.
Mælskulistina notuSu nemendur sófistanna langt frá því alltaf í þágu hins
góSa málstaSar. MeS tungumýkt sinni og fljúgandi mælsku villtu þeir oft um fyrir
þjóðfundum og dómstólum. Sófistamir sóru og sárt viS lögSu, aS nemendum
sínum hefSu þeir aSeins kennt mælskulist, en á siðferSi þeirra vildu þeir enga
ábyrgS taka. Þetta lét almenningur sér ekki skiljast. Hann taldi sófistana eiga
alla sökina.
ASeins efnamaSurinn gat keypt sér þá kennslu, sem dugSi til þess aS tryggja
honum þá yfirburSi í stjórnmálum þjóSarinnar, er einatt réSu úrslitum. Þannig
öSIaSist hann á mjög ólýSræSislegan hátt úrslitaáhrif í þjóðfélaginu.
Ekki hætti það málstaS sófistanna, aS þeir vom trúlitlir eSa höfSu meS öllu
varpaS fyrirhorS trú feSra sinna. í stjórnmálum höfSu þeir sagt skiliS viS gamlar,
hefðbundnar skoSanir. Þeir fóru þar sínar eigin leiSir, mæltu meS ýmsum nvj-
ungum og viSurkenndu sumir engan rétt, nema rétt hins sterka.
Slíkt gat ekki falliS í góSan jarðveg hjá öllum jxirra manna, sem aðhylltist
lýðræSi og trú feSra sinna. ÞaS var því einkum tvennt, sem kynti undir andúS
ahnennings á „vizkukennurunum": annars vegar trúleysi þeirra og hins vegar þaS,
aS þeir kröfSust launa fyrir kennslu sína.
Þegar heimspekingarnir, eins og t. a. m. Platón og Aristoteles, fóru aS reyna
að sannfæra ahnenning um, að jieir og kenningar jreirra ættu ekkert skylt viS
sófistana, reyndu þeir aS hlása aS glæSum þeirrar rótgrónu skoSunar meðal
Hellena, aS ósæmilegt væri aðkrefjast greiðslu fyrir kennslu, ÞaS væri aS niður-