Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 83
ANDVARI
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM
81
Bæði búieð og hirðing þess þóttí í góðu meðallagi, en hvorugt aíbragðsgott eða
eins og bezt gerðist í sveitinni.
Dæturnar komu ungar til hjálpar við heimilisstörfin, en þess var alltaf gætt,
að þær ynnu sér ekki um megn. Þær hófu snemma þátttöku í félagslífi ungs
fólks í sveitinni, og var því trúað, að rnóðir þeirra hvettí þær fremur en letti, þó
að hún væri hlédræg sjálf. í sveitinni var mikið félagslíf og betra meðal unga
fólksins en þess, er eldra var. Margt var af miðaldra og görnlu fólki sveitarinnar
aðflutt, og það átti erfiðara að samlaga sig þess vegna. En unga fólkið, sem fæðzt
hafði í sveitinni eða flutzt þangað ungt, átti ekki við teljandi örðugleika að
stríða urn félagslega þátttöku. Mikill hluti sveitarinnar var þéttbýll, einkum
umhverfis aðalsamkomustaðinn á Breiðumýri, svo að auðvelt var að ná saman
til mannfunda.
Umfram allt annað bar söngurinn uppi félagslíf unga fólksins í Reykjadal á
þessum árum. Þó gekk það dálítið skrykkjótt að halda þar uppi skipulagsbundnum
félagsskap. Það átti sína forsögu, sem ekki verður sögð hér, því að unga fólkinu,
er þá var, kom sú saga ekki við. En þess á meðal var furðu margt, sem bæði
bafði áhuga á söng og hæfileika til að syngja, og þó að samtökin biluðu öðru
hvoru, voru þau endurreist jafnharðan, af því að unga fólkinu fannst það þurfa
að syngja saman. 1 söngnum tóku jafnt þátt piltar og stúlkur, og þetta unga
fóllc hélt áfram þátttöku sinni í söngnum, þó að það eltist, giftist og stofnaði
heimili. Þessi almenna þátttaka 1 söngnum átti meðal annars 'þátt í því, að piltar
og stúlkur, karlar og konur umgengust frjálsmannlegar og vandkvæðaminna
en víðast annars staðar. Meðal piltanna var einnig talsvert mikið íþróttalíf, en
samtökin um iþróttirnar, nema helzt knattspyrnu, stopulli en um sönginn. Þá
var í sveitinni fjölmennt ungmennafélag, er hélt nokkra fundi á ári. Það var fyrst
og frernst málfundafélag, og þá hvort tveggja til æfinga um meðferð talaðs orðs
og til þess að koma frarn rnálurn, oftast smáum og tímabundnum, en stundum líka
nokkuð stórum framtíðarmálum. Þar voru t. d. lögð fyrstu drögin til stofnunar
skólanna á Laugum, og gerðist urn það mál talsvert löng saga innan félagsins.
A fundum félagsins voru einnig oft íþróttaæfingar, þó að félagið teldi sig ekki
íþróttafélag, einnig ýmsar skemmtanir um hönd hafðar, og stundum lauk fund-
ununr með dansi, en aldrei dansað nema stutta stund. Meðal tímabundinna málá,
er félagið liafði með höndum, var undirbúningur undir eina eða tvær meiri
báttar skemmtisamkomur á hverju ári. Annars voru skemmtifundirnir í sveitinni
fastur þáttur í samkvæmis- og félagslífi fólksins, og skiptu félagssamtökin í sveit-
inni undirbúningi og forstöðu þeirra milli sín. Bændurnir héldu slægjufund,
eins konar uppskeruhátíð á haustin, og þeir héldu einnig 2. febrúar hátíðlegan
til minningar um það, að þann dag hefði þjóðin fengið innlenda stjórn. Kvenfélag