Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 43

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 43
andvari UPPELDI OG MENNTUN HELLENA 41 matinn, 'hafa eftirlit meS þrælunum, hjúkra þeim, ef þeir verði veikir, og annast unghömin. Niðurstaðan af þessari uppfræðslu eiginmannsins er sú, að guðirnir liafi komið á eðlílegri verkaskiptingu milli karla og kvenna: Konan sjái um allt innan húss, en utan húss sé vettvangur eiginmannsins. Þessi fyrirmyndareiginmaður hjá Xendfón stingur upp á, að konan hans tryggi sér hæfilega líkamlega áreynslu og hreyfingu með því að fara í eftirlitáferðir innan húss til að hafa gát á, hvemig farið sé með forða heimilisins, athuga ástandið í skápunum og líta eftir þvottum. Þessi nytsamlega hreyfing muni styrkja heilsu eiginkonunnar og matarlyst. í þessu sambandi er fróðlegt að líta á annað dæmi, sem einnig er að finna hjá Xenofón (Mem. II, 7). Maður nokkur, Aristarkos að nafni, leitar í vandræðum sínum til Sókratesar. Nokkrar konur, sem allar em hlásnauðar, en skyldar honum, hafa vegna ýmissa atvika lent á framfæri hans. Sjálfan skortir Aristarkos næg efni til að geta risið undir þessari byrði. Sókrates leggur til, að hann láti þær sjálfar vinna fyrir sér. „En á því em engin tök," segir Aristarkos, „því að þær kunna ekki n'eitt." - Við nánari eftirgrennslan kemst Sókrates þó að raun um, að þær kunni að sauma föt, bæði á karla og konur, og einnig geti þær hakað kökur og brauð. Af þessu atviki má ráða, að konur í Hellas hafi almennt kunnað þessi verk, k>ó að alls ekki væri gert ráð fyrir, að þær hefðu slíkt að atvinnu. Platón lætur þess getið, að vefnaður og matreiðsla séu verkéfni, sem konum sé einkar sýnt um, enda komst hann svo að orði, að konur í Attíku ali aldur sinn innan dyra, stjórni keimilishaldi og hafi umsjón með vefnaði og annarri tóvinnu. Það er því augljóst, að aþenskar heimasætur höfðust aðallega við innan dyra. ^ar lögðu þ ær stund á að búa sig undir húsmóðurstarfið, verða vel að sér í vefnaði, matreiðslu og heimilisstjórn. Venjulega munu þær hafa haft sérstaka þernu til að snúast fyrir sig líkt og bræður þeirra höfðu þjón, sem kallaðist Vaidagogos, (sbr. orðið pædagog í nýju málunum). Aþenskar stúlkur giftust ungar. Var því engin furða, þó að þær væm ófram- fernar, þegar þess er gætt, hvemig uppeldi þeirra hafði verið háttað. Um giftinguna samdi brúðguminn við foreldra stúlkunnar. Um óskir hennar sjálfrar var ekki spurt. Xenofón dregur upp Ijóslifandi mynd (Oeeon. VII, 10) af einni þessara ungu hrúða, sem smám saman venst manni sínum og sigrast á feimni Slnni, unz hún lætur til leiðast að gefa sig á tal við hann. Xmissa hragða heittu þessar konur til að ganga í augun á karlmönnunum, þær notuðu t. a. m. bæði hvítan andlitsfarða og rauðan og hælaháa skó. Auðvitað gátu þessar ungu og fákunnandi mæður ekki veitt börrium sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.