Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 34
32 ÍNDRIÐI G. ÞORSTEINSSON ANDVARl til þín, sagði hún. Svo þurfti hún í fjósið. Göngukonunni var færð kanna með mjólk og flatbrauð. Hún saup fyrst á mjólkinni. Síðan stakk hún flatbrauðinu niður í það sem eftir var í könnunni. Til að mýkja það, sagði hún þegar hún sá að horft var á hana. Sú stutta leit til hennar um morguninn. Pokinn lá ofan á sænginni til fóta. Hann sýndist ekki geyma mikið þessa stundina. En í dag myndi bætast í hann. í dag átti að sjóða rúllupylsu. Öðru hverju brá fyrir brúnum leiftrum á pokan- um. Þau spruttu upp og nældu sig síðan í grófan dúkinn. Það gekk á þessum djöfulgangi um stund, unz göngukonan sveiflaði af sér sæng og poka og settist framan á rúmstokkinn. Sú stutta fylgdist með hreyfingum hennar. Hún vissi að henni bar að þrífa rúmfötin og bera þau út og viðra þau um leið og gesturinn hafði klæðzt. Hún átti að taka lakið og sængurverið og koddaveriÖ og steypa því afsíðis, þar sem það yrði látið bíða unz næst yrði þvegið. Þannig var brugðizt við þessum brúnu stökkdýrum, sem stundum urðu síðbúin að ljúka næturdansi sínum á poka göngukonunnar. Nú sat hún á rúmstokknum eins og grátt líkneski, og haustbirtan flæddi um tóma brjóstapokana og visin lærin. Hún fylgdi gömlum sið að ganga nakin til svefns. Göngukonan byrjaði að fara í skyrtur sínar og peysur og smeygja á sig pilsum, tveimur eða þremur. Það var eins og hún geymdi öll sín föt á sjálfri sér. Þegar hún hafði klæðzt greip hún til könnunnar, veiddi flatbrauðið upp úr mjólkinni og byrjaði að þæfa það á milli gómanna. Hún ætlaði ekki að trúa því að Mýrafhúsa-Jón hefði sent henni rúllupylsu. En þegar pylsan var komin í pottinn og byrjuÖ að sjóða, og þær voru setztar tvær við hlóöirnar, sú stutta og hún að bíða þess að suðunni lyki, þá var eins og hún áttaði sig. Ekki ætla ég nú að blessa hann fyrr en ég hef borÖað hana, sagði göngukonan. Og ég held þú þurfir ekki að blessa þennan náhrafn, sagði sú stutta. Þú skuldar honum varla. Ó, ég er nú oröin svo voluö, sagði göngukonan og saug upp í nefið. Það hefur aldrei verið mulið undir mig í lífinu. Og ekki mig heldur, sagði sú stutta. En þú færð þó að vera hér. Sá er allur munurinn. Þannig sífraði hún um stund, unz sú stutta tók af skarið. Himnaríki er öllum jafnt. Já, sagði göngukonan. Víst er svo, en ekki veit ég hvort Mýrarhúsa-Jón flýtur þangað á einni rúllupylsu. Og enn sátu þær langa stund í rökkrinu og biðu. Á skynsamlegum tíma stóð sú stutta upp og rak prjón í rúllupylsuna. Hann gekk nokkuð inn en stöðvaðist svo. Ekki fullsoðið enn, spurði göngukonan. Varla, sagði sú stutta. Ég vil hafa hana vel soöna, sagði göngukonan, tannlaus eins og ég er. Og enn biðu þær um stund. Næst þegar sú stutta þreifaði fyrir sér með prjóninum gekk hann ámóta langt inn og áður. Hún hnykkti á, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.