Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 34
32
ÍNDRIÐI G. ÞORSTEINSSON
ANDVARl
til þín, sagði hún. Svo þurfti hún í fjósið. Göngukonunni var færð kanna með
mjólk og flatbrauð. Hún saup fyrst á mjólkinni. Síðan stakk hún flatbrauðinu
niður í það sem eftir var í könnunni. Til að mýkja það, sagði hún þegar hún sá
að horft var á hana.
Sú stutta leit til hennar um morguninn. Pokinn lá ofan á sænginni til fóta.
Hann sýndist ekki geyma mikið þessa stundina. En í dag myndi bætast í hann.
í dag átti að sjóða rúllupylsu. Öðru hverju brá fyrir brúnum leiftrum á pokan-
um. Þau spruttu upp og nældu sig síðan í grófan dúkinn. Það gekk á þessum
djöfulgangi um stund, unz göngukonan sveiflaði af sér sæng og poka og settist
framan á rúmstokkinn. Sú stutta fylgdist með hreyfingum hennar. Hún vissi að
henni bar að þrífa rúmfötin og bera þau út og viðra þau um leið og gesturinn
hafði klæðzt. Hún átti að taka lakið og sængurverið og koddaveriÖ og steypa því
afsíðis, þar sem það yrði látið bíða unz næst yrði þvegið. Þannig var brugðizt
við þessum brúnu stökkdýrum, sem stundum urðu síðbúin að ljúka næturdansi
sínum á poka göngukonunnar. Nú sat hún á rúmstokknum eins og grátt líkneski,
og haustbirtan flæddi um tóma brjóstapokana og visin lærin. Hún fylgdi gömlum
sið að ganga nakin til svefns. Göngukonan byrjaði að fara í skyrtur sínar og
peysur og smeygja á sig pilsum, tveimur eða þremur. Það var eins og hún
geymdi öll sín föt á sjálfri sér. Þegar hún hafði klæðzt greip hún til könnunnar,
veiddi flatbrauðið upp úr mjólkinni og byrjaði að þæfa það á milli gómanna.
Hún ætlaði ekki að trúa því að Mýrafhúsa-Jón hefði sent henni rúllupylsu.
En þegar pylsan var komin í pottinn og byrjuÖ að sjóða, og þær voru setztar
tvær við hlóöirnar, sú stutta og hún að bíða þess að suðunni lyki, þá var eins og
hún áttaði sig. Ekki ætla ég nú að blessa hann fyrr en ég hef borÖað hana, sagði
göngukonan. Og ég held þú þurfir ekki að blessa þennan náhrafn, sagði sú
stutta. Þú skuldar honum varla. Ó, ég er nú oröin svo voluö, sagði göngukonan
og saug upp í nefið. Það hefur aldrei verið mulið undir mig í lífinu. Og ekki
mig heldur, sagði sú stutta. En þú færð þó að vera hér. Sá er allur munurinn.
Þannig sífraði hún um stund, unz sú stutta tók af skarið. Himnaríki er öllum
jafnt. Já, sagði göngukonan. Víst er svo, en ekki veit ég hvort Mýrarhúsa-Jón
flýtur þangað á einni rúllupylsu. Og enn sátu þær langa stund í rökkrinu og
biðu.
Á skynsamlegum tíma stóð sú stutta upp og rak prjón í rúllupylsuna. Hann
gekk nokkuð inn en stöðvaðist svo. Ekki fullsoðið enn, spurði göngukonan.
Varla, sagði sú stutta. Ég vil hafa hana vel soöna, sagði göngukonan, tannlaus
eins og ég er. Og enn biðu þær um stund. Næst þegar sú stutta þreifaði fyrir
sér með prjóninum gekk hann ámóta langt inn og áður. Hún hnykkti á, en