Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 48
46
JÓN GÍSLASON
ANDVAIU
kálf á einum degi (Athen. 412). Annar, meistari í fjölbragðaglímu, Astýanax
að nafni, hámaði einn í sig veizlumat, sem ætlaður hafði verið níu gestum
(Athen. 413 b).
íþróttagarpar þessir voru með öllu óhæfir til herþjónustu, því að þeir þoldu
ekki harðrétti það, sem hermenn áttu við að búa í mat og drykk og öðrum
lifnaðarháttum. Sérhæfingin gat líka leitt til þess, að eðlileg hkamshlutföll
röskuðust. Víðavangshlauparar urðu leggjasverir, en axlarýrir, hnefaleikamaður-
inn arlabreiður, en með spóaleggi. Galen, hinn frægi læknir á 2. öld e. Kr. b.,
telur (þessa sérhæfingu xþróttamanna hafa leitt til hnignunar hellenskrar líkams-
menntunar.
Þá gróf einnig fjánnálaspilling um sig meðal þessara manna. Okrarar fóru
að venja komur sínar í íþróttaskólana og buðu íþróttagörpum lán til að rnúta
keppinautunr sínum. — Varð mörgum þá hugsað með söknuði til fyrri tíma,
er íþróttir höfðu iðkaðar verið á heilbrigðan hátt og með almennri þátttöku.
Raunar voru uppi á öllum öldurn grískrar sögu menn, sem gagnrýndu strang-
lega taumlausa dýrkun íþrótta og íþróttamanna. Eitt hið fyrsta dæmi slíkrar
gagnrýni er að finna í kvæðisbroti eftir heimspekinginn Xeno'fanes frá Kolofón,
á 6. öld f. Kr. b. Þar kemst hann svo að orði: „Ef einhver maður ber sigurorð af
öðrum í Ölympíu ... annaðhvort í hlaupi eða fimmtarþraut eða í glímu eða
í hinni sársaukalullu hnefaleikakeppni eða í hinni ógnvekjandi keppni, sem
fjölbragðaglíma nefnist, þá munu landar hans líta á hann með aðdáun, honum
mun sæti hlotnast í fremstu röð á kappleikum, borða á kostnað ríkisins og
hlotnast einhver dýrmæt gjöf. Allt 'þetta mun hann fá, jafnvel þótt hann geri
ekki annað en vinna í kappreiðunum. Samt er hann ekki minn jafnoki, því að
vizka mín er betri en líkamsorka rnanna og gæðinga. Já, vissulega er þessi siður
heimskulegur, og það er ekki rétt að liafa líkamskráfta í meiri hávegum en
framúrskarandi andlega hæfileika. Borg verður ekki stjómað, svo að í lagi sé,
með afrekum í hnefaleikum, fimmtarþraut eða glímu, ekki heldur með sprett-
hlaupum, sem mest þykir þó til lcoma af öllum íþróttagreinum ... “
Þetta voru orð spekingsins Xenofanesar frá Kolofón.
En skáldið Pindaros, sem uppi var á 5. öld f. Kr. b., var ekki alveg samdóma
Xenöfanesi í þessu efni, enda er megnið af ljóðum, sem varðveitzt hefur eftir
hann, lofkvæði, ort til dýrðar sigurvegurum í kappleikum. Pindaros taldi enga
gæfu meiri geta fallið dauðlegum manni i skaut en þá að verða sigurvegari í
einhverri íþróttagrein á Ólympíuleikum. Að eiga til slíkra að telja eða sjálfur
vera í þeirra hópi taldi Pindaros vera hið æðsta hnoss. Guðir hans eru annað-
hvort sjálfir óviðjafnanlega vel iþróttum búnir eða þá stofnendur íþróttakapp-
leika.