Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 85

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 85
ANDVAIU GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM 83 þess varð ég vís, að utan sveitarinnar komu þær mönnum sérstaklega vel fyrir sjónir vegna framkomu sinnar. Þær hafa líka rnargar síðan lifað lífinu sjálfum sér til sæmdar og öðrurn til farsældar. Eg segi 'frá jressu vegna þess, að í litlu sveitarfélagi kemst enginn til m'anns, nema hann eigi þeim, er næst honum standa og hann liéfur mest skipti við, mikið að þakka. Ég trúi því, að Guðfinna á Hömrum liafi staðið í þakkarskuld við stallsystur sín'ar í sveitinni og þær við hana, þrátt fyrir það, að hún væri og yrði talsvert sérstæð í hópnum. Ég skal svo ekki í bráð hafa uppi fleiri frásagnir um 'heimili Guðfinnu á Hömrum og sveit hennar, heldur segj'a frá henni sjálfri og okkar kynningu og skiptum. Ég minnist Guðfinnu ekki frá því, er ég sá hana fyrst sunnan undir bæjar- veggnum á Hömrum vorið 1906, þar til hún var mánaðartíma í farskóla á Einarsstöðum með systkinum mínum veturinn, er hún varð 11 ára. Þá man ég eftir henni fyrir það eitt, hve augljós metnaður hennar var að halda til jafns við þau, en þau voru tvö eldri en hún. Er hún eltist, kom slíkur metnaður ekki fram hjá lienni á áberandi hátt, en ég geri ráð fyrir, að hún hafi borið hann með sér eins og falinn eld. Næstu átta árin minnist ég þess varla, að ég sæi Guðfinnu, og kynni okkar voru engin. Foreldrar mínir fluttu innar í dalinn 1913, að Litlulaugum, og ég var langdvölum úr sveitinni, tvo vetur á Gagn'fræðaskóla Akureyrar, og þrjú misseri samfleytt suður á landi. En á ofanverðum vetri 1918 héldum við Björn Jakobsson fimleikakennari þriggja mánaða unglingaskóla í þinghúsinu á Breiðu- mýri. Þangað gekk Guðfinna að heiman frá Hömrum til náms hjá okkur, þá fullorðin stúlka, 19 ára gömul. I lún tók þóekki þátt í öllum námsgreinum, og til mín sótti hún aðeins nám í íslenzku. Ég kynntist Guðfinnu minna þennan vetur en efni gátu staðið til. Við lok fyrsta mánaðar þessa skólahalds fótbrotnaði ég í glímu og kenndi eftir það í stofu heima á Breiðumýri, þar sem ég lá í rúmi með tréspelk 'bundinn við fótinn þá tvo mánuði, er eftir voru af skólatímanum. Þá tóku nemendurnir að sér stjórn skólans, sem ha'fði áfram aðalheimili sitt í þinghúsinu um 100 metra frá bænum. Ég held, að Guðlinna h’afi ekki látið mikið til sín taka við þá skólastjóm, enda átti hún lengst heiman að sækja, en hinir nemendurnir voru á Breiðumýri og næstu bæjum. Forystu þeirra höfðu aðallega Hólmfríður Hallgrímsdóttir á Breiðumýri, 22 ára stúlka, Hreinn Sigtryggsson á Hallbjarnarstöðum, 19 ára piltur, og Asgeir Jónsson á Höskuldsstöðum, jafnaldri minn. Þeim á ég það mest að þakka, að fyrsta skólastjórn, er ég bar ábyrgð á, tókst slysalaust fyrir laðra en mig. Hólmfríður, sem ég á þetta mest að þakka, giftist síðar Skúla Guðmundssyni alþingismanni (og ráðherra um eitt skeið). Ég minnist ekki að hafa 'hitt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.