Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 143
ANDVARI
ÍSLENZK LJÓÐLIST 1969—1971
141
Kristinn Reyr hefur ort mikið, en mun hafa lagt stund .á fleiri bókmennta-
greinar en ljóðagerð undanfarið. Bók hans, Hverfist æ hvcið (1971), bendir og
til þess, að skáldið vilji reyna eittíhvað nýCt, sem enn hafi iekki heppnazt alls
kostar. Gömlu einkennin segja raunar til sín, en skáldið liefur ekki sömu tök
á aðferð sinni og fyrrum. Kristinn Reyr er gamansamt skáld og hefur oft lánazt
ádeila hvað 'bezt undir yfirskini skopsins. Svo er líka á stöku stað í nýju bókinni,
til dæmis í kvæðinu „Friðarhorfur", þar sem skáldið 'hefur endaskipti fyndn-
innar á hlutunum:
— Meðan ekki er friður
fer ég ófriði
á hendur óvini mínum,
segir óvinur minn.
Eg er sammála
og svara með ófriði
á 'hendur óvini mínum
meðan ekki cr friður.
— Meðan óvinur rninn
er ek'ki vinur minn
mun eg útrýma honum,
segir óvinur minn.
Fyrir orðbragðið
mun eg útrýma honum
nema hann verði
vinur minn.
Bók Böðvars Guðmundssonar, Burt rei'ð Alexander (1971), nær varla þcim
tilgangi, sem vakir lyrir skáldinu. Böðvar reynir að túlka ádcilu sína í orðaleikj-
um, en þeir missa yfirleitt marks og brka á lesandann líkt og innantóm hag-
mælska. Gáfað og menntað skáld eins og Böðvar Guðmundsson verður að hasla
sér annan völl og gera sýnu.betur.
Dagur (Sigurðarson) hefur hins vegar sérstæða aðferð sæmilega á valdi sínu
i Rógniálmi og grásilfri (1971). Þetta er tvímælalaust mesta Ijóðabók Dags, og
skáldinu tekst víða upp, ,þó að deila megi um skoðanir þess og viðlrorf. Dagur
minnir urn surnt á Jónas Svafár. Hann er gamansamt ádeiluskáld og lætur sér
detta sitthvað í hug, en mörg ljóðin eru helzt til laus í böndum. Þó linnst mér,
að Dagur sé að eflast í nýstáriegri viðleitni sinni og að ]x:tta sé bezíta bók hanS.