Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 76
74
SVEINN BERGSVEINSSON
ANDVARI
Útlendingar ganga margir hverjir með þá grillu, að íslendingar nútímans hljóti
að haga sér eins og persónur íslendingasagna. íslenakir ritíhöfundar eiga hér ekki
heldur óskilið mál. Það er t. d. vitað, að Jóhann og Guðmundur Kamban léku á
þessa strengi, erþeir rnótuðu Höllu og Höddu Pöddu. En á íslenzku sviði virðast
okkur viðbrögð Höllu ekkert óeðlileg, þegar alls er gætt, jafnvel þegar hún
kastar barninu í fossinn. Við gleymum ekki, að þetta er þekkt útilegumannasaga,
og hún er flestum skólanemendum kunn. Otilegumannasögur eða ræningja úti
í Evrópu eru af alltöðru sauðahúsi, sbr. Hróa Elött eða Ræningjana eftir Sdhiller.
íslenzk fjöll og fjalla-eyvindar hljóta því að vera útlendingum lítt skiljanlegir.
í nefndu atriði faiiast Toldberg svo orð, sem hann 'hefur eftir Jóhanni sjálfum:
„... han sagde at Guðrún Indriðadóttir pá et sted ibar prisen, nemlig dér hvor
hun kaster barnet i fossen. Sá vidt det har været muligt at opspore sá længe efter,
spillede fru Dybwad denne situation med dyb smerteligjlred, mens fru Guðrún
ábenbart har givet et vildere og mindre reflekteret udtryk for sorg og vrede“,
bls. 43, sbr. íslenzkjar þjóðsögur. Það er ekki ósvipað, sem við lesum í leikdómi
eftir v. Mensi, eftir að hann hefur lýst því, að Kári og Halla hlaupa út í hríðina í
lokin; „Vielleiöht ist der hart an das Widerlidhe gehende Eindruck dieses
Sohlusses bei der Premiere wenigstens zum Teil auf Frau Swoboda zuriickzu-
fuhren, die sich in dieser Szene so andauernd úbersehrie, dass man sich gern
die Ohren zugdhalten hátte" (Bf til vill er þessi óhugnanlegi endir o. s. frv.,
sbr. leikdóminn hér á eftir). Það var sem sé erfiti að skilja hana, en hún þótti
góð í fyrri þáttunum. Þetta er ekki sálfræðilegt leikrit, hér á hinn einfaldi þjóð-
sagnastíll betur við.
Þrátt fyrir hástemmdan leik Swöbodu í síðastja þætti ber Iþó að leita aðalskýr-
ingarinnar á ósigri Jóhanns annars staðar en í leiknum sjálfum. Toldiberg heldur
nl. álfram: „Turen kostede meget mere end spilleindtægten, og blev optakten
til en række vanskeligheder, báde kunstneriske og 0konomiske.“ Mér er ekki
ljóst, hverjir urðu liinir „listrænu" eífiðleikar. En fjáfhagsörðugleikarnir stöfuðu
af því, að leikurinn var tekinn af leikskrá eftir tvær til þrjár sýningar, sbr. þýzku
heimildina. Elvort sem Jóhann hefur beðið eftir því í Múnchen, þ. e. til 9. jan.,
eða ekki, þá hafa menn þar séð, að hverju stefndi.
Jóhann Sigurjónsson hefur sjálfsagt gert sér töluVerðar vonir um evrópska
frægð með uppfærslu Fjalla-Eyvindar í Múnchen 1912, e. t. v. látið sig dreyma
um að feta í fóts}xir I'bsens. Og varia hefur það mildað vonbrigðin hjá jafn-
tilfinningaríkum manni, að þetta er um leið hans eiginlega brúðkaupsferð. Hann
kvæntist Ingeborg 5/11 1912, og gagnvart ihenni hefur þetta vissulega verið
ósigur. Þiað hefur ekki verið sársaukalaust að leggja af stað heimleiðis með létta
pvngju og brostnar vonir.