Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 19
andvari
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON í ÁSI
17
Guðmundur hafði lengst af verið heilsugóður um ævina og getað stund-
að störf sín forfallalaust, enda skyldurækinn með afbrigðum. Snemma vetrar
1936 þurfti hann sem stefnuvottur sveitarinnar að fara nokkrar bæjarleiðir.
Frost var mikið og veður slæmt. Vildu vinir hans, að hann léti varamann
sinn fara þessa ferð, en við það var ekki komandi. Vildi hann inna af hendi
sín skyldustörf umfram allt. Eftir þessa ferð veiktist hann, hefir sennilega
ofkælzt og fékk lungnabólgu. Virtist hún ekki fara mjög geyst af stað, og
höfðu vandamenn hans vonir um, að hann fengi yfirstigið hana og komizt til
heilsu á ný, en svo varð ekki. Um morguninn 10. des. afgreiddi hann póst,
þótt rúmliggjandi væri, og virtist hann vera allhress, en lítilli stundu síðar
hneig hann út af og var örendur. Mun hjartað hafa bilað. Mátti segja, að
hann sinnti sínum störfum til hinztu stundar. Varð hann öllum, sem þekktu
hann, mjög harmdauði.
Það er sagt um Jón biskup helga Ogmundsson, að jafnan þá er hann
heyrði um einhverja ágætismenn rætt, þá hafi hann talað fram í og sagt:
„Svo var Isleifur fóstri rninn. Hann var manna vænstur, manna
hyggnastur, allra manna beztur.“ Og er menn spurðu þá, hver hefði
getið ísleifs, þá svaraði hann: ,,Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs
manns getið, hann reyndi ég svo að öllum hlutum.“ Ef til vill eru þetta feg-
urstu eftirmælin, sem nokkur maður hefir nokkru sinni fengið. Ég hygg nú,
að þeir, sem bezt þekktu Guðmund Ólafsson, þeir sem bezt þekktu, hversu
vammlaus hann var í öllum greinum, ég hygg, að fyrir þeim muni fara á
líka leið, að þ eim komi hann í hug, er þeir heyra góðs manns getið.
2