Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 52
50 JÓN GÍSLASON ANDVARI feður hið mesta kapp á að velja sonum sínum sem beztan kennara. Farið var til kunningja og vina til að þiggja hjá þeim góð ráð. „Allir létu sér hugleikið," segir Platón, „að tryggja sér íþróttakennara, sem væri fær um að gera líkama sonarins nytsamlegan þjón fyrir hug hans, er sízt brygðist, þegar mest á lægi, og yrði aldrei þess valdandi, að hann neyddist til að skjóta sér undan skyldum sínum í stríði.“ (Protag. 313 A). AS sjálfsögðu gilti þetta fyrst og fremst um Aþenu. I smábæjum og þorpum gat ekki verið rnargra kosta völ í þessum efnurn. Þegar piltar komu í íþróttaskólann, palaistra, byrjuðu þeir á að færa sig úr öllum fötum í búningsherberginu, því að íþróttir iðkuðu rnenn allsnaktir. Þegar komið \’ar inn á íþróttasvæðið, var sandur undir fótum. Oft varð að losa sandinn, áður en æfingar hófust. Var það gert með hökum, sem annars héngu á veggjum. Þar héngu einnig úttroðnir leðursekkir eða skjóður, sem notaðir voru við hnefa- leikaæfingar, og auk þess blýlóð, sem notuð voru, þegar verið var að æfa stök'k og fleiri íþróttir. Á veggjum héngu einnig áhöld til að fjarlægja með óhreinindi og svitastorku af líkamanum, e. k. sköfur. Þar voru einnig skjóður, sem í voru geyrnd bönd, sem vafin voru um hendurnar í hnefaleikum, og löks var einnig komið fyrir á veggjunum spjótum, sem notuð voru við æfingar. Fullorðnir höfðu ékki aðgang að íþróttasvæðunum, meðan kennsla fór þar fram. Þó er svo að sjá, sem fullorðnir hafi getað horft á úr búningsherberginu, enda verður ekki betur séð en að Sókrates hafi oft gefið sig á tal við unglingana einmitt þar. Eins og víða má sjá á skrautkersmyndum, var embættistákn íþróttakennarans langur stafur, sem klofinn var í annan endann. Ef til vill hefur þessi stafur eða kvísl átt rætur að rekja til trjágreinarinnar, sem dómarar í kappleikum höfðu í hendi. Á hverjum íþróttavelli voru oft nokkrir aðstoðarkennarar. Drengir, sem sköruðu fram úr, voru líka oft látnir kenna félögum sínum, sem dregizt höfðu aftur úr. Eru þessir ungu aðstoðarkennarar auðkenndir með kvíslum á skraut- kersmyndum. Flautuleikarar voru líka ómissandi menn í starfsliði íþróttaskóla, því að flestar fóru æfingarnar fram við flautuundirleik, svo að hreyfingarnar yrðu háttbundnar. Þegar flautuspilarinn lék á hljóðfæri sitt, var hann með e. k. múl, leðuról, sem spennt var um kinnar honum aftur fyrir hnakka. Yngstu drengirnir háfa auðvitað ekki verið látnir byrja strax á erfiðustu æfingunum. Af einum stað hjá Aristofanesi má ráða, að byrjaÖ hafi verið á því að kenna þeirn, hvernig ætti að setjast og standa upp á þokkafullan hátt. Á skrautkersmyndum má einnig sjá, þegar verið er að kenna drengjum, hvernig þeir eigi að standa teinréttir. Eigi má því heldur gleyma, hve dans var mikilvægur þáttur í uppeldi Grikkja. En það var að vísu dans, sem var allt annars eðlis en það, sem lcallast því nafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.