Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 60
58
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
lægja sanna vizku að meta hana til fjár. Platón og Aristoteles kröfðust engra
launa fyrir kennslu sína. Hins vegar höfnuðu þeir ekki gjöfum.
En áróðurinn gegn sófistunum har ekki tilætlaðan árangur. Aiskínes, frægur
ræðusnillingur og stjórnmálamaður í Aþenu á 4. öld, kállar Sókrates „sófista",
og á tímum keisaradæmisins rómverska 'þótti vegsemd að vera nefndur svo.
V
Aþena var lengi andleg höfuðhorg Vesturlanda. Á blómaskeiði sínu var hún
eins og segull, sem dró til sín með ómótstæðilegu afli öll stórmenni andans.
Verzlun borgarinnar var mjög blómleg og arðhær, svo að þangað streymdi mikill
auður hvaðanæva. En hinar öru samgöngur við umheiminn og viðskipti urðu
þess valdandi, að nýjar hugmyndir voru sífellt að berast þangað.
En þó að Aþena væri mikil verzlunar-og viðskiptaborg, þá var hún að mestu
laus við þann ys og þys, sem þróttmiklu atvinnulífi fylgir. Mátti hún þakka það
hafnarborg sinni, Píreus, sem varð e. k. hlífiskjöldur Aþenu í þessum efnum.
Þó að skarkalinn og háreystin væru mikil í hinni fjölförnu hafnarborg, þar senr
ægði saman mönnum af ólíku þjóðerni, höfðu heimspekingarnir ágætt næði í
tignarlegum súlnagöngum og skuggasælum görðurn Aþenuborgar við að útskýra
kenningar sínar fyrir ungum og glæsilegum mönnum, sem margir hverjir voru
langt að komnir til að geta átt þess kost að setjast við fótskör hinna frægu meistara.
Elin veglega háborg og bin óviðjafnanlegu listaverk borgarinnar voru viðeigandi
umgerð um starf hinna miklu spekinga. Jafnvel óheflaðir rustar gátu ekki komizt
hjá að lúta töfrurn þessa umhverfis, sem hvergi átti sér sinn líka í víðri veröld.
í þessum skilningi mátti svo að orði kveða, að öll borgin væri stórkostleg
uppeldis- og menntastofnun, enda kornst Períkles svo að orði 1 hinni frægu
útfararræðu yfir likunr fyrstu hermannanna, sem féllu fyrir málstað Aþeninga
í Peleifsskagaófriðinum, að „Aþena rræri skóli fyrir gervallt Grikkland".
Þessi orð Períklesar voru rnælt af spámannlegri andagift. Þau áttu eftir að
rætast, jaífnvél enn áþreifanlegar en Períkles gat sjálfan grunað, þegar hann mælti
þau. Eftir ólgu þá og umbrot, sem sófistarnir og Sókrates höfðu valdið í andlegu
lífi, svo að líkja mætti við hamfarir stórfljóts í vorleysingum, er það stcypist með
fossaföllum af fjöllum ofan, tók elfur hins andlega lífs í Hellas að streyma lygnar
og falla í fástan farveg.
Sófistarnir böfðu margir hverjir verið c. k. farfuglar, scm staðnæmdust ekki
nerna í nokkrar vikur eða jáfnvel daga á hverjum stað. Á 4. öld f. Kr. b. fullnægði
slík fræðsla ekki lengur þörfum manna. Þess vegna tóku þá að rísa hver af
annarri hinar frægu menntastofnanir Aþenuborgar, sem segja má, að markað
hafi menntun og menningu Vesturlanda braut í grundvallaratriðum upp frá því.