Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1972, Side 60

Andvari - 01.01.1972, Side 60
58 JÓN GÍSLASON ANDVARI lægja sanna vizku að meta hana til fjár. Platón og Aristoteles kröfðust engra launa fyrir kennslu sína. Hins vegar höfnuðu þeir ekki gjöfum. En áróðurinn gegn sófistunum har ekki tilætlaðan árangur. Aiskínes, frægur ræðusnillingur og stjórnmálamaður í Aþenu á 4. öld, kállar Sókrates „sófista", og á tímum keisaradæmisins rómverska 'þótti vegsemd að vera nefndur svo. V Aþena var lengi andleg höfuðhorg Vesturlanda. Á blómaskeiði sínu var hún eins og segull, sem dró til sín með ómótstæðilegu afli öll stórmenni andans. Verzlun borgarinnar var mjög blómleg og arðhær, svo að þangað streymdi mikill auður hvaðanæva. En hinar öru samgöngur við umheiminn og viðskipti urðu þess valdandi, að nýjar hugmyndir voru sífellt að berast þangað. En þó að Aþena væri mikil verzlunar-og viðskiptaborg, þá var hún að mestu laus við þann ys og þys, sem þróttmiklu atvinnulífi fylgir. Mátti hún þakka það hafnarborg sinni, Píreus, sem varð e. k. hlífiskjöldur Aþenu í þessum efnum. Þó að skarkalinn og háreystin væru mikil í hinni fjölförnu hafnarborg, þar senr ægði saman mönnum af ólíku þjóðerni, höfðu heimspekingarnir ágætt næði í tignarlegum súlnagöngum og skuggasælum görðurn Aþenuborgar við að útskýra kenningar sínar fyrir ungum og glæsilegum mönnum, sem margir hverjir voru langt að komnir til að geta átt þess kost að setjast við fótskör hinna frægu meistara. Elin veglega háborg og bin óviðjafnanlegu listaverk borgarinnar voru viðeigandi umgerð um starf hinna miklu spekinga. Jafnvel óheflaðir rustar gátu ekki komizt hjá að lúta töfrurn þessa umhverfis, sem hvergi átti sér sinn líka í víðri veröld. í þessum skilningi mátti svo að orði kveða, að öll borgin væri stórkostleg uppeldis- og menntastofnun, enda kornst Períkles svo að orði 1 hinni frægu útfararræðu yfir likunr fyrstu hermannanna, sem féllu fyrir málstað Aþeninga í Peleifsskagaófriðinum, að „Aþena rræri skóli fyrir gervallt Grikkland". Þessi orð Períklesar voru rnælt af spámannlegri andagift. Þau áttu eftir að rætast, jaífnvél enn áþreifanlegar en Períkles gat sjálfan grunað, þegar hann mælti þau. Eftir ólgu þá og umbrot, sem sófistarnir og Sókrates höfðu valdið í andlegu lífi, svo að líkja mætti við hamfarir stórfljóts í vorleysingum, er það stcypist með fossaföllum af fjöllum ofan, tók elfur hins andlega lífs í Hellas að streyma lygnar og falla í fástan farveg. Sófistarnir böfðu margir hverjir verið c. k. farfuglar, scm staðnæmdust ekki nerna í nokkrar vikur eða jáfnvel daga á hverjum stað. Á 4. öld f. Kr. b. fullnægði slík fræðsla ekki lengur þörfum manna. Þess vegna tóku þá að rísa hver af annarri hinar frægu menntastofnanir Aþenuborgar, sem segja má, að markað hafi menntun og menningu Vesturlanda braut í grundvallaratriðum upp frá því.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.