Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 11
andvabi
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON í ÁSI
9
hegðun. Hann fylgdi þeirri hugsjón í anda frumherjanna, sem töldu það
fyrst og fremst hlutverk samvinnufélaganna að skapa sem hezt og hagkvæm-
ust verzlunarkjör fyrir félagsmennina, en leit á það með nokkrum ugg að
fara inn á þá braut að gera þau að hálfgildings lánastofnunum. Á þeim
tíma, sem hann var í stjórn, var þessi stefnubreyting ekki eins mikið farin
að láta til sín taka eins og síðar varð, en komið hefir í ljós, að þessi stefnu-
hreyting reyndist varhugaverð, og á það ef til vill eftir að sýna sig enn betur,
er stundir líða. Það skal að vísu játað, að fyrir þessa lánastarfsemi hefir ýms-
um verið gert kleift að bæta húsakost sinn, auka ræktun og vélvæðast, en það
hefir að sjálfsögðu kostað lakari viðskiptakjör og það sem verra er sljóvgað
tilfinninguna fyrir hættunni, sem því er samfara að stofna til mikilla skulda,
sem fyrirsjáanlegt er að erfitt getur reynzt að standa full skil á. Samvinnu-
hugsjónin byggðist ekki upphaflega á óreiðu eða kæruleysi í þeim efnum,
heldur á skilvísi og áreiðanleik í viðskiptum og óbeit á skuldasöfnun. Þeirri
stefnu var Guðmundur Olafsson trúr al'la tíð.
I yfirskattanefnd I lúnavatnssýslu var hann skipaður, þegar hún tók til
starfa, og sat í henni til dauðadags. Þá var hann einnig skipaður formaður
jarðamatsnefndar sýslunnar nokkru fyrir 1930 og formaður landsnefndar-
innar í jarðamatinu, sem urn það leyti fór fram. Þessi störf voru að sjálf-
sögðu nokkuð tímafrek, en voru af hendi leyst með þeirri samvizkusemi og
vandvirkni, sem honum var laain.
Arið 1914 var hann kosinn alþingismaður fyrir I Iúnavatnssýslurnar
báðar, sem þá voru eitt kjördæmi með tveim þingmönnum. I löfðu næst áður
verið þingmenn héraðsins þeir Þórarinn Jónsson bóndi og breppstjóri á
Hjaltabakka og Tryggvi Bjarnason bóndT í Kothvammi. Við kosningarnar
1914 hurfu þeir úr þinginu, en frændurnir Guðmundur Olafsson í Ási og
Guðmundur I lannesson læknir og prófessor hlutu kosningu og tóku þar
sæti. Varð Guðmundur Hannesson fyrsti þingmaður, en Guðmundur Olafs-
son annar. Við kosningarnar 1916 féll Guðmundur Hannesson frá þing-
mennsku, en Þórarinn Jónsson tók hans sæti og varð fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins til ársins 1919. Við næstu kosningar urðu sætaskipti hjá þeim
Þórarni og Guðmundi, og varð hann þá fyrri þingmaður sýslnanna. Árið
1922 var sýslunni skipt í tvö kjördæmi. Fór Þórarinn þá í framboð í Vestur-
1 Iúnavatnssýslu, en Guðmundur hélt sæti sínu í austursýslunni. Var hann
síðan þingmaður fyrir það kjördæmi til ársins 1933, Hafði hann þá verið