Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 104
102
ERIC LINKLATER
ANDVARI
Dyflinni urín áskynja um styrjaldarundiíbúning Brjáns, létu þeir sendimenn
leita bandamanna alls staðar, og meðal þcirra, sem komu þeim til bjálpar, voru
jarlar tveir frá Jórvik og Norður-Englandi, sem réðu flota og tvö þúsund tygj-
uðum bermönnum; Sigurður jarl úr Orkneyjum með „flokk af grimmum villi-
mönnum" frá Orkneyjum, Hjaltlandi og Suðureyjum, tveir barúnar frá Com-
wall og Bretar frá Wales; tveir franskir konungssynir og „Platt, voldugur riddari
frá Skandinavíu".
Herinn mikli, sem safnaðist saman í Dyflinni, skiptist í þrjár deildir: Skandi-
nava, Leinstermenn undir forystu konungs þeirra, Maelmorda, og útlendinga
frá eyjunum undir fors'stu Sigurðar í Orkneyjum og „Bróður, böfðingja Dana“.
Barizt var'föstudaginn langa, 23. apríl, eftir yfirnáttúrlegan úrskurð um úrslitin,
sem ekki hafa verið þeim til huggunar, er á hlýddu og trúðu.
Daninn Bróðir naut nokkurs álits sem galdramaður og reyndi með göldrum
að komast eftir, hvor aðili mundi !sigra. Hann hlautiþað kuldalega svar, að Brjánn
mundi falla, en bera sigur úr býtum, ef þeir berðust á föstudegi, og ef þeir berð-
ust fyrir föstudag, mundu allir falla, sem væru andstæðingar Brjáns konungs.
Undur urðu bæði fyrir og eftir orrustuna — eða nánar til tekiÖ, sögur um yfir-
náttúrlega atburði, sem almennt var trúað — sem sýna í skuggsjá hugboð um
yfirvofandi örlagadóm, eða dóm, sem þegar liefur verið kveðinn upp, sem ekki
kemur heim og saman við þá hugmynd, að bardaginn hafi ekki átt annað og
meira takmark en berja niður uppreisn, sem konungur í Leinster og smáborg-
ríkið Dyflinn höfðu hrundið af stað.
Fyrir orrustuna er rnælt, að Brjánn hafi verið varaður við dauða sínum af
heiðinni gyðju, sem reis upp frá helgistað sínum í Killaloe; og Bróðir og menn
hans, sem lágu á skipum sínum, höfðu í nokkrar nætur hlotið að þola þær hrell-
ingar að verða fyrir árásum eigin vopna. Á Katanesi norður á Skotlandi sá maður,
Darraður að nafni, að morgni föstudagsins langa, !að valkyrjux riðu að húsi einu,
þar sem þær færðu upp vef; mannshöfuÖ voru kljásteinar og þarmar úr mönnum
uppihöld og ívaf og ör fyrir skyttu. Þær sungu söng, er svo byrjaði:
„Vítt er orpið
'fvrir valfalli
rifs reiðiský,
rignir blóðf.“
Þegar þær höfðu lokið verki, rifu þær vefinn í tætlur, stigu á ibak hestum
sínum og riðu burt, sex til norðurs og sex til suðurs. Sömu sýn sá maður í Fær-
eyjum, Brandur að nafni. Á lslandi gerðist það samdægurs, að blóð féll á stólu