Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 22
20 SVEKRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI fáir: „Hvað gerir það til, þótt þið séuð fáir. Auðvitað eruð þið ekki ýkja margir. Á íslandi eru sauðkindurnar fleiri en mennirnir. En svo er einnig í Danmörku, þótt með öðrum hætti sé, og samt skrimtum við." Fyrirlestur sá, sem Brandes flutti 3. nóv. 1871, var inngangur að fyrsta bindi hins mikla rits, sem að lokum taldi sex bindi og hann nefndi: Meginstrauvmr í bókmenntum nítjándu aldar. I þessurn inngangi að fyrsta bindinu, sem hann kallaði Emigrantlitteraturen, Utlagabókmenntirnar, og fjallaði að mestu um franskar bókmenntir á mörkum 18. og 19. aldar, gerði hann grein fyrir bygg- ingu alls ritsins: það skyldi fjalla um strauma og stefnur í evrópskum bók- menntum frá aldamótum frarn til ársins 1848. Þetta var eins og leikur í sex þáttum: upphafið lranska byltingin 1789 og hin vitræna skynsemistefna, sem um stund verða pólitísku og andlegu afturhaldi að bráð, en rísa upp í nýrri mynd í raunsæisbókmenntum Frakklands og natúralisma Englands, einkum hinna róttæku skálda, Byrons og Shelleys, og lýkur með byltingarbókmenntum Hins unga Þýzkalands, riturn Ludvíks Börne og Hinriks Heine. Þetta síðasta bindi kom ekki út fyrr en árið 1890. Tuttugu beztu ár ævi sinnar helgaði hann þessum bókmenntafyrirlestrum, sem geyma mundu nafn hans um aldur og ævi í sögu Danmerkur, þótt hann hefði aldrei skrifað neitt annað. Því að Meginstraumar Brandesar eru í sögulegum skilningi merkasta verk hans og hafa skipað honum þann sess í dönskum bókmenntum, sem enginn fær flæmt hann úr. En sóknin í þennan sess varð honum dýrkeypt í mörgum efnum. Hann hefur lýst þessu í tvíhendu, sem hann orti urn fyrsta bindi Meginstrauma: Et Krigsskrig var den, skulde vække, væbne — Den vakte Hadet, Bogen blev min Skæbne. í þessu örlagariti sínu boðaði hann Dönurn nýjan sið, ekki aðeins í skáldskap og fagurfræði, heldur á öllum sviðum mannlegra athafna og hugsana, í trú og siðfræði, í félagslegum og pólitískum efnum. Bókmenntatúlkun Brandesar var mikil nýlunda í Danmörku. Hann sleit alla sauma í hinum þrönga stakki fagurfræðinnar, kannaði bókmenntir í nánu samhengi við sögulegar og félagslegar aðstæður aldarinnar. „Framar öllu vil ég rekja bókmenntirnar aftur til lífsins," segir hann í 2. bindi Meginstrauma, Den romantiske skole í Tyskland. „En þegar bókmenntir em raktar aftur til lífsins, þá verða niðurstöðumar ekki í samræmi við bókmenntasögu viðhafnar- stofunnar. Bókmenntasaga stássstofunnar og stássstofuskáldskapurinn líta rnann- lífið sem skartsal, fágaðan danssal, húsgögn- og fólkið jafngljáfægð, hvergi dimm skúmaskot að sjá í allri ljósadýrðinni. Látum þann, sem vill líta hlutina frá þvi sjónarmiði, um það, en það er ekki hlutverk mitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.