Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 22
20
SVEKRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
fáir: „Hvað gerir það til, þótt þið séuð fáir. Auðvitað eruð þið ekki ýkja margir.
Á íslandi eru sauðkindurnar fleiri en mennirnir. En svo er einnig í Danmörku,
þótt með öðrum hætti sé, og samt skrimtum við."
Fyrirlestur sá, sem Brandes flutti 3. nóv. 1871, var inngangur að fyrsta bindi
hins mikla rits, sem að lokum taldi sex bindi og hann nefndi: Meginstrauvmr í
bókmenntum nítjándu aldar. I þessurn inngangi að fyrsta bindinu, sem hann
kallaði Emigrantlitteraturen, Utlagabókmenntirnar, og fjallaði að mestu um
franskar bókmenntir á mörkum 18. og 19. aldar, gerði hann grein fyrir bygg-
ingu alls ritsins: það skyldi fjalla um strauma og stefnur í evrópskum bók-
menntum frá aldamótum frarn til ársins 1848. Þetta var eins og leikur í sex
þáttum: upphafið lranska byltingin 1789 og hin vitræna skynsemistefna, sem
um stund verða pólitísku og andlegu afturhaldi að bráð, en rísa upp í nýrri
mynd í raunsæisbókmenntum Frakklands og natúralisma Englands, einkum
hinna róttæku skálda, Byrons og Shelleys, og lýkur með byltingarbókmenntum
Hins unga Þýzkalands, riturn Ludvíks Börne og Hinriks Heine. Þetta síðasta
bindi kom ekki út fyrr en árið 1890. Tuttugu beztu ár ævi sinnar helgaði hann
þessum bókmenntafyrirlestrum, sem geyma mundu nafn hans um aldur og
ævi í sögu Danmerkur, þótt hann hefði aldrei skrifað neitt annað. Því að
Meginstraumar Brandesar eru í sögulegum skilningi merkasta verk hans og
hafa skipað honum þann sess í dönskum bókmenntum, sem enginn fær flæmt
hann úr. En sóknin í þennan sess varð honum dýrkeypt í mörgum efnum.
Hann hefur lýst þessu í tvíhendu, sem hann orti urn fyrsta bindi Meginstrauma:
Et Krigsskrig var den, skulde vække, væbne —
Den vakte Hadet, Bogen blev min Skæbne.
í þessu örlagariti sínu boðaði hann Dönurn nýjan sið, ekki aðeins í skáldskap
og fagurfræði, heldur á öllum sviðum mannlegra athafna og hugsana, í trú og
siðfræði, í félagslegum og pólitískum efnum.
Bókmenntatúlkun Brandesar var mikil nýlunda í Danmörku. Hann sleit
alla sauma í hinum þrönga stakki fagurfræðinnar, kannaði bókmenntir í nánu
samhengi við sögulegar og félagslegar aðstæður aldarinnar. „Framar öllu vil
ég rekja bókmenntirnar aftur til lífsins," segir hann í 2. bindi Meginstrauma,
Den romantiske skole í Tyskland. „En þegar bókmenntir em raktar aftur til
lífsins, þá verða niðurstöðumar ekki í samræmi við bókmenntasögu viðhafnar-
stofunnar. Bókmenntasaga stássstofunnar og stássstofuskáldskapurinn líta rnann-
lífið sem skartsal, fágaðan danssal, húsgögn- og fólkið jafngljáfægð, hvergi dimm
skúmaskot að sjá í allri ljósadýrðinni. Látum þann, sem vill líta hlutina frá þvi
sjónarmiði, um það, en það er ekki hlutverk mitt.“