Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 127
FINNUR JÓNSSON:
Um vísindalega aðferð
Grein sú, er hér fer á eftir, er skýrsla, er Finnur Jónsson prófessor í Kaupmannahöfn
samdi eitt sinn fyrir tilmæli Guðmundar Finnbogasonar. Skýrslan er ódagsett, en ummæli
í henni henda til, að hún sé frá árinu 1919 eða 1920. Fáir íslenzkir fræðimenn hafa verið
slíkir afkastamenn sem Finnur Jónsson, og ætti oss því að leika forvitni á að kynnast við-
horfum hans til fræðilegra vinnubragða. Finnur víkur nokkuð að verkum sínum og segir,
að menn undrist afköstin, en það sé ástæðulaust. „Galdurinn er ekki mikill, lítill annar en
að nota tímann, sem til er, slæpast ekki.“ — Idefst nú greinargerð Finns.
Rér lialið larið þcss á leit við mig, að ég skýrði yður frá |n í, hvernig ég færi
nieð vísindaleg efni eða ynni sem vísindamaður.
Þetta er í raun og veru lítið mál og einfalt, sem mér hefði ekki dottið í liug
að rita um, nema iþér hefðuð orðað það við mig.
Fyrst af öllu vil ég taka það fram, þótt óþarft mætti sýnast, að ekki er til
nema ein vísindaleg aðferð um hvaða vísindi senr er að ræða. I allra eiginleg-
asta skilningi getur aldrei verið um margar aðferðir að ræða, en hitt er auðvitað,
að oft má fara ýmsar leiðir til að rannsaka hið sama efni og sjá það frá ýmsum
hliðum.
Ýmsar hvatir geta legið til þess, að maður tekur það eða það efni fyrir til at-
hugunar og rannsóknar. Þær geta komið upp hjá manni sjálfum eða kornið utan
að. Maður les eitthvað, sem aðrir hafa samið, finnst það ekki svara til þess, sem
uiaður hefur sjálfur gert sér hugmynd uin, eða gengur alveg þvert á móti því,
sem maður hefur sjálfur rannsakað eða þykist sannfærður um. Og svo ritar
uiaður um málið. Um iþetta þarf ekki að fjölyrða,
En 'hafi maður (ég) fundið efni til meðferðar, þá er fyrst af öllu að sufna öllu,
sem snertir það, svo nákvæmlega sem unnt er, og kemur þá til greina að finna
öll 'heimildarrit, þar sem einhvers má vænta, er snertir efnið; skrifa ég þá upp
alla staðina nákvæmlega og'hvaðan þeir séu teknir, helzt á lausa seðla. Þessi söfn-
l,n er undirstaðan og verður að vera gerð trúlega og dyggilega og engu slcpjrt eða
ueitt fell't niður, sízt af ásettu ráði. Þegar hún er búin, fer ég að setja efnið
saman í þá heild, sem í hvert sinn má skipulcgust þykja; því er hagfellt að hafa