Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 26
24 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI ingu, sem Brandes vakti. Öllum kom (hann þeim til nokkurs þroska. Hin unga skáldakynslóð, sem 'átti eftir að leggja svo mikið af mörkum í bókmenntasjóð Danmerkur, hlýddi nær óskipt kalli hans og var fús til að þjóna honum. Einn mesti skáldsnillingur Dana, J. P. Jacobsen, óx upp undir handarjaðri Brandesar og fylgdi honum trúlega allt til hins síðasta. Drachmann, sem föndrað hafði við málaralist, fleygði frá sér penslinum, orti byltingarljóð og flutti níð mygluðum smáborgaraskapnum. Hjónaband og 'frjálsar ástir, Darwinismi og fríhyggja, urðu nú algengustu viðfangséfni ungra rithöfunda, og þeir ræddu þau áf teprulausri hreinskilni, sem stakk mjög í stúf við lögboðnar venjur norrænna fagurmennta og hneykslaði siðlátt fólk. Við sem nú lifum fáum naumast skilið bókmennta- legt hreirilæti þessara tíma, en við rennum grun í, hvemig andlegu heilsufari fólks var háttað á þessum tímum, er Brúðuheimili Ibsens og Frú María Grubbe eftir Jacohsen voru taldar ósiðlegar bækur. Kappar Brandesar brutu áf sér hlekki oddborgaraskaparins í skáldskap og lífsskoðun með dirfsku og sjálfsþótta, sem er aðalsmerki allrar sannrar listar. En vopndjarfastur og vígreifastur allra var foringinn. Brandes var húinn mörgum þeim kostum, sem foringja mega prýða. Hann var töfrandi í persónulegri umgengni, gæddur ísmeygilegri ljúfmennsku, ef því var að skipta, og teygði því til sín unga menn. Skoðanir sínar túlkaði hann af mælsku og spámannlegum krafti, sem Iöngum hefur verið kynfylgja hins postul- lega ættbálks Gyðinga. Og hann 'flutti þær á máli, sem viðbrugðið hefur verið fyrir fegurð, mýkt og þrótt. Brandes olli þáttaskilum í ritun lauss máls í Dan- mörku, dönsk tunga batt hann traustustum böndum við ættjörðina, enda varð honum það að orði í elli sinni: Danskan er föðurland mitt. Hann kom eins og hressandi svali inn í lognmollu danskra bókmennta, sem mótaðar voru. af fábreytni prestssetranna og blóðlitlu frjálslyndi borgarastéttar, sem hafði ekki enn hrist af sér útkjálkabraginn. Danska þjóðin var í sárum eftir ófarirnar við Prússland. Sviðinn -var mikill eftir missi hertogadæmanna. Hinar háfleygu vonir skandínavismans að engu orðnar, guðmóðurinn gufaður upp jafnskjótt og púns stúdentamótanna var drukkið, en bókmenntir Danmerkur tróðu enn marvaðann, eða svo fannst Brandesi að minnsta kosti, er liann hljóp fram og opnaði allar gáttir fyrir stormum tímans. Hann vildi dæla lífsblóði ald- arinnar í kalkaðar æðar danskra bókmennta, veita hugsjónum hennar og mark- miðum brautargengi á norrænum slóðum. En þetta varð þyngri róður en hann hafði búizt við í fyrstu. Hann taldi sig yzta útvörð evrópskrar menningai'hreyf- ingar og evrópskra vísinda og þóttist því geta úr flokki talað. í fyrirlestrum sín- um boðaði Brandes baráttu gegn þjóðfélaginu. Hann mátti brátt kenna þess, að hið danska þjóðfélag lét ek'ki að sér hæða. Hann eignaðist volduga andstæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.