Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 74
72
JAKOB JAKOBSSON
ANDVARI
Niðurlagsorft
Áður en menntamálaráðuneytið tekur ákvörðun um leyfisveitingar til hrein-
dýraveiða, setjast 'þeir Björn Pálsson og Ágúst Böðvarsson upp í flugvél og telja,
hve mörg dýr eru á öræfum Austuriands. Veiðileyfin eru síðan miðuð við iþessa
talningu og þess gætt, að veiðarnar höggvi ekki of stór skörð í stofninn.
Mér fannst athyglisvert, að á s. 1. sumri létu þeir félagar þess getið, að þoka
hefði legið yfir nokkrum hluta þess svæðis, sem ráðgert hafði verið að kannia, og
því var ekki unnt að fullyrða um dýrafjölda á því tiltekna svæði. Segja má,
að aðstaða þeirra, sem kanna vildu fjölda fiska í sjó, hafi lengst af verið á ýmsan
hátt svipuð því, að þykk þoka lægi stöðugt yfir öræfunum, þegar verið væri að
telja hreindýrin.
Fiskar sjávarins hafa lengstum verið huldir myrkri hafdjúpanna. Smám sam-
an rofar þó til. Bf svo heldur fram sem horfir, munu þeir, sem nú eru á dögum,
e. t. v. lifa það, að þokunni létti og mælitækni framtíðarinnar svipti hurt þeirri
hulu, sem hvíl't hefur yfir lífinu í sjónum.
Því gleggri vitneskju sem við fáum um fjölda fiska í sjó, því meiri von er til,
að siglt verði fyrir háska ofveiðinniar, þann háska, sem nú vofir yfir og veldur
okkur íslendingum lrve mestum áhyggjum.