Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 128
126
FINNUR JÓNSSON
ANDVARI
efnið á seðlum, að Iþeim má raða eftir efnisskyldleika og flokka eins og maður
vill raða efninu. Það er auðvitað, að röðin er eða getur orðið sjálfræðisleg og að
einhver annar kynni að liafa hagað henni öðruvísi. Slíkt er þýðingarlítið í sjálfu
sér og ætti ekki að geta orðið meðferðinni til neins.
Bfnið, sem safnað hefur verið, getur verið mjög mismunandi; það getur verið
svo fullkomið, að það svo að segja setji sig sjálft sarnan og þurfi engra eða lítilla
skýringa eða fullkomnunar. En það getur líka verið, að það sé slitrótt í meira
eða minna lagi, gloppur í því, og þá fer að vandast. Eða þá að það sé í ýmsum
greinum sjálfu sér and'stætt, ein heimildin upp á móti annarri, og þá eykst vand-
inn enn meir. Þá rannsaka ég hverja heimild fyrir sig, aldur hennar og gæði,
„sanrifræði" hennar, og ber þær saman. Þetta er nákvæmlega það sama, sem
sögufræðingar gera nú á tímum. Þetta er að dærna urn, 'hver heimildin sé áreið-
anlegust. En það er auðséð, að hér er undir tvennu komið, dómgreind og þekE
ingar-víðáttu. Til þess að dæma um einn lítinn hlut þarf óft allmikla þekkingu
á ýmsu, sem stendur í sambandi við hann; hann getur verið eins og þáttur í
kerfi, er ekki fullskýrist, nema hinir þættirnir þekkist líka. En dómgreindin er
viðsjáll gripur. Hún er meðfæddur eiginleiki, en getur mjög skerjrzt og stuðzt
við þekkingu. Þar sem hvort tveggja brestur nokkuð, er ekki von, að vel fari.
Mætti nefna mörg dæmi. En hvort sem þetta livort tveggja er til í meira eða
minna mæli, er óhjákvæmilegt, að hér verði að beita hugrænni skoðun og leiða
ályktanir. Verður þá að varast að segja of mikið, en finna það, sem ég kalla senni-
legast eftir öllu því, sem til greina getur komið. En hér vaxa vandræðin oft og
einatt, því það sem einn kallar og kveður sennilegt, getur annar kveðið ósenni-
legt eða hann skoðar það á annan hátt. Þar af rísa þessar vísindadeilur, sem eru
altíðar og alþekktar. Oft er svo, að sá og sá vísindamaður er gæddur miklu hug-
myndaflugi, á hægt með að búa sér til hugmyndir um hlutina, hvernig kunni
að hafa verið; þá leiðist sá út í það að draga frekari ályktanir en heimildir leyfa;
sá hinn sami talar um ,,mögulegleika“, og fái hann fleiri en einn, er honum hætt
við að leggja þá saman og gera að sönnun, þótt hver um sig sé einskis (eða lítils)
virði í raun og veru. Sá sem fer svo að ráði sínu, má búast við því, að hans „skoð-
anir“ falli eins og hráviði fyrr eða síðar. Og þó geta þær éf til vill hafa gengið
svo í augu margra, að þær hafi verið teknar gildar og verið ríkjandi um lengri
tíma eða skemmri. Það er hin ifyrsta krafa, sem ég geri til vísindamennsku, að
forðast sem mest þessa aðferð. Það er ótrúlegt, hvað oft hún hefur skaðað vís-
indin oghindrað rétta skilningu. Mér hefur oftar en einu sinni viljað til að vilja
gera ályktanir um eitthvað, þar sem vanefnað var, eftir hugmyndum og hug-
myndatilbúningi, en ég hef eða hef þótzt ætíð hafa bælt þessa tilhneigingu
niður, af þeim beyg, að þessi hugmyndaniðurstaða hefði ekki nægilega tryggan