Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 6

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 6
4 ÞORSTEINN R. GÍSLASON ANDVARI megin litlu framar suði’cstan í melnum er stórbýlið As, sem einnig er þekkt úr Vatnsdælu. Fram úr Vatnsdalnum ganga tveir afdalir, og eru þeir báðir byggðir. Heitir sá eystri Kórdalur, en hinn vestari Forsæludalur. 1 þeim dal eru Þórhallastaðir, þar sem Grettir glímdi \'ið drauginn Glám. Þessa afdali skilur allbár báls, sem nefnist Tungumúli. Fram af þessum dölutn taka svo við heiðalönd, sem geyma ómetanlega fjársjóði fyrir bændurna í Vatnsdal og Þingi, sem eiga þar upprekstrarlönd. I fáum orðum sagt helir dalurinn það flest til að bera, sem íslenzka sveit má prýða. Hann er fagur yfir að líta og stílhreinn, búsældarlegur í bezta lagi, og veðursæld er þar mikil. Þar hafa líka verið og eru rnörg stórbýli, sem þekkt eru víða, og þar bafa mjög margir inerkir menn alið aldur sinn bæði fyrr og síðar. Af stórbýlum í dalnum má nefna t. d. Fljallaland, Hvamm, sem um tíma var sýslumannssetur, Eyjólfsstaði, þar sem Þorsteinn Konráðsson fræði- maður bjó um langt skeið, landnámsjörðina Hof, Marðarnúp og Þórorms- tungu, þar sem Jón hinn stjarnfróði bjó. Eru allar þessar jarðir að austan- verðu í dalnurn. Að vestanverðu eru t. d. Kornsá, sem líka var sýslumanns- setur um skeið, Undirfell, sem var prestssetur um margar aldir allt til ársins 1907, er sr. Hjörleifur Einarsson prófastur fluttist til Reykjavíkur, Gríms- tunga, er líka var kirkjustaður og prestssetur fram um rniðja síðustu öld, og svo stórbýlið Ás, sem áður getur og nánar verður minnzt hér á eftir. Margt ágætra og merkra manna hafa byggt þennan dal, allt frá því er Ingimundur gamli, einn rneðal allra göfugustu og beztu landnámsmanna, nam hér land. Ymsir merkisprestar sátu á prestssetrunum Undirfelli og Grímstungu. Sýslumennirnir og feðgarnir Björn Blöndal og Lárus Blöndal sátu í Hvanuni og á Kornsá. Alþingismennirnir Björn Sigfússon á Kornsá og Guðmundur Olafsson í Ási voru báðir meðal merkustu þingmanna lands- ins á sinni tíð, og marga merkismenn mætti fleiri telja, en hér skal nú staðar numið og snúið sér að þeim manninum, sem þessi þáttur er fyrst og frernst helgaður. Guðmundur Olafsson í Ási var fæddur að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 13. okt. 1867. Voru foreldrar hans þau hjónin Olafur Olafsson bóndi þar, f. 8. apríl 1830 og d. 13. maí 1876, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 14. nóv. 1834 og d. 18. marz 1906. Voru merkar ættir, sem að honunr stóðu. Er móðurætt hans rakin til jóns Jónssonar bónda á Skeggsstöðum í Svartár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.