Andvari - 01.01.1972, Qupperneq 6
4
ÞORSTEINN R. GÍSLASON
ANDVARI
megin litlu framar suði’cstan í melnum er stórbýlið As, sem einnig er þekkt
úr Vatnsdælu. Fram úr Vatnsdalnum ganga tveir afdalir, og eru þeir báðir
byggðir. Heitir sá eystri Kórdalur, en hinn vestari Forsæludalur. 1 þeim dal
eru Þórhallastaðir, þar sem Grettir glímdi \'ið drauginn Glám. Þessa afdali
skilur allbár báls, sem nefnist Tungumúli. Fram af þessum dölutn taka svo
við heiðalönd, sem geyma ómetanlega fjársjóði fyrir bændurna í Vatnsdal
og Þingi, sem eiga þar upprekstrarlönd.
I fáum orðum sagt helir dalurinn það flest til að bera, sem íslenzka sveit
má prýða. Hann er fagur yfir að líta og stílhreinn, búsældarlegur í bezta
lagi, og veðursæld er þar mikil. Þar hafa líka verið og eru rnörg stórbýli,
sem þekkt eru víða, og þar bafa mjög margir inerkir menn alið aldur sinn
bæði fyrr og síðar.
Af stórbýlum í dalnum má nefna t. d. Fljallaland, Hvamm, sem um
tíma var sýslumannssetur, Eyjólfsstaði, þar sem Þorsteinn Konráðsson fræði-
maður bjó um langt skeið, landnámsjörðina Hof, Marðarnúp og Þórorms-
tungu, þar sem Jón hinn stjarnfróði bjó. Eru allar þessar jarðir að austan-
verðu í dalnurn. Að vestanverðu eru t. d. Kornsá, sem líka var sýslumanns-
setur um skeið, Undirfell, sem var prestssetur um margar aldir allt til ársins
1907, er sr. Hjörleifur Einarsson prófastur fluttist til Reykjavíkur, Gríms-
tunga, er líka var kirkjustaður og prestssetur fram um rniðja síðustu öld, og
svo stórbýlið Ás, sem áður getur og nánar verður minnzt hér á eftir.
Margt ágætra og merkra manna hafa byggt þennan dal, allt frá því er
Ingimundur gamli, einn rneðal allra göfugustu og beztu landnámsmanna,
nam hér land. Ymsir merkisprestar sátu á prestssetrunum Undirfelli og
Grímstungu. Sýslumennirnir og feðgarnir Björn Blöndal og Lárus Blöndal
sátu í Hvanuni og á Kornsá. Alþingismennirnir Björn Sigfússon á Kornsá
og Guðmundur Olafsson í Ási voru báðir meðal merkustu þingmanna lands-
ins á sinni tíð, og marga merkismenn mætti fleiri telja, en hér skal nú staðar
numið og snúið sér að þeim manninum, sem þessi þáttur er fyrst og frernst
helgaður.
Guðmundur Olafsson í Ási var fæddur að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal
13. okt. 1867. Voru foreldrar hans þau hjónin Olafur Olafsson bóndi þar,
f. 8. apríl 1830 og d. 13. maí 1876, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 14. nóv.
1834 og d. 18. marz 1906. Voru merkar ættir, sem að honunr stóðu. Er
móðurætt hans rakin til jóns Jónssonar bónda á Skeggsstöðum í Svartár-