Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 125
ANDVARI
ÚTGÁFUSTARFSEMI MENNINGARSJÓÐS
123
að leggja inn á þessa útgáfubrauí í vaxandi mæli, eftir því sem fjárhagsgeta
leyfir, án þess þó að hverfa frá öðrum greinum bókaútgáfu, þar sem útgáfustjórn
virðist urn vanrækt verkefni að ræða. Skal í því efni nefnt tvennt, sem útgáfu-
stjórn vinnur að urn þessar mundir.
Hið fyrra er samning og útgáfa uppsláttarrita og handibóka ýmiss konar. Skort-
ur slíkra bóka er hér tilfinnanlegur. Á því sviði einu væru meira en nægileg
verkefni fyrir útgáfufyrirtæki, þótt það hefði öflugra fjárhagslegt bolmagn en
Menningarsjóður. Þar befur forlagið þegar hafizt allmyndarlega handa þar sem
eru orðabók Menningarsjóðs og alfræðasafnið. Hefur útgáfustjórnin fullan bug
á að halda markvisst áfram á þessum vettvangi.
Hið síðara er útgáfa sígildra bókmennta erlendra í vönduðum þýðingum. Þar
hefur útgáfan áður sýnt umtalsverða viðleitni, svo sem með útgáfu á Kviðurn
Hómers, Kalevalakvæðum, Játningum Ágústínusar og fleiri ritum. Á þessu ári
verður háfizt handa um útgáfu flokks klassískra rita, og er að því stefnt, að fyrst
urn sinn komi út eigi færri en tvö slík verk á ári, ýmist nýjar þýðingar eða nýjar
útgáfur eldri þýðinga, sem uppseldar eru.
VI
Að lokum vil ég leggja áherzlu á þetta:
Forráðamenn Menningarsjóðs gera sér Ijóst, að hinn opinberi styrkur leggur
forlaginu sérstakar skyldur á herðar. Hins vegar er útgáfuþörfin á ýmsurn mikil-
vægum sviðum slík, að umtalsvert fjármagn skortir, til þess að hægt sé að sinna
þeim sem skyldi. Afar takmörkuð fjárhagsgeta setur útgáfunni næsta þröngar
skorður. Að öðru óbreyttu yrði sú fjárkreppa ennþá tilfinnanlegri, ef áskriftar-
og umboðsmannakerfið væri afnumið. Styrkurinn til útgáfunnar er ekki rneiri
en svo, að hún verður eins og önnur forlög að byggja að langmestu leyti á tekjum
af sölu útgáfubóka.
Að mínu viti væri æskilegt, að Bókaútgáfa Menningarsjóðs gæti þróazt upp í
það að gegna öðrum þræði verkefni háskólaforlags eða vísindaforlags á ekki allt
of þröngum grundvelli, en kosta á hinn bóginn kapps um samningu og útgáfu
handlbóka, uppeldisrita og valdra bókmennta, í þágu almennrar fræðslu og menn-
ingar.
Ég er sammála því, að útgála á vegum Menningarsjóðs þarf að fá á sig nokkru
fastara snið en verið Iiefur; þar ber í vaxandi mæli að beita skipulegum vinnu-
brögðum og glöggva sig sem bezt á markmiðum útgáfustarfsins. Hér er þó býsna
örðugt um vik, meðan fjárhagsgrundvöllurinn er svo veikur sem nú. Og það ber
vissulega að varast, að hið fasta snið verði útgáfunni eins konar fangastakkur.