Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 133
ANDVARI
ÍSLENZK LJÓÐLIST 1969—1971
131
II
Guðmundur Böðvarsson hefur svo lengi verið í hópi listrænustu skálda okkar,
að maður tekur 'hverri nýrri bók 'hans með eftirvæntingu. Innan hringsins (1969)
hefur sennilega valdið sumurn aðdáendum Guðmundar vombrigðum. Þar eru
varla eins sérstæð kvæði og hin beztu í tveimur síðustu bókum skáldsins á undan,
en eigi að síður á Guðmundur Böðvarsson brýnt erindi við lesendur sína. Mig
grunar, að nokkur ljóðanna í Innan hrings'ins auki jafnvel enn orðstír hans. Svip-
mót kvæðanna minnir stundum á haustblæ á skógi og jörð, en !þá er einmitt upp-
skerutími.
Bóndinn á Kirkjubóli í Hvítársíðu hefur jafnan gert sér far urn að túlka
skoðanir í ljóðum sínurn, og svo er enn. Hann sér og heyrir út í heim, en Guð-
mundur Böðvarsson telst 'þó sér í lagi skynjunarskáld. Hann lýsir 'bezt lífi og
örlögum í íslenzku umhverfi og þá gjarnan uppi í sveit. Fögnuð Guðmundar
yfir vori og sól iþekkja allir, senr ljóðum hans unna, og sú kennd er víða rík og
næm í Innan hringsins. Bókin helst á þessu litla en fagra „Morgunversi“:
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttulhimininn bláan,
— og lóf sé Iþér, blessaða líf,
oglþér, bimneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
Þetta er þó ekki sá tónn, sem sérstæðastur ómar á hörpu Guðmundar Böðvars-
sonar. Hann færist í aukana sem skáld frammi fyrir mikilli og fagurri mynd nátt-
úrunnar, þegar honum vitrast ógn og vá. Þá yrkir hann kvæði eins og „Kvöld“,
sem önnur skáld okkar leika fæst eftir:
I dag fann hann staðinn
hvar helzt sé hreiður að byggja
húsburstafugliiin minn góði
og kátari fugl í kvöld
þegar fór að skyggja
var hvergi tif suðurs að sjá
og húsburstafuglinn kt'addi
með kveðjuljóði
kátasta hæinn í dalnum
hér norðmfrá