Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 130
128
FINNUR JÓNSSON
ANDVARI
„þurr“ og ekki skemmtileg, en standa á þeim rétta grundvelli, lifa öldum saman.
Þetta íhefur 'haft mjög mikil áhrif á mína vísindaaðferð — og ekki síður það, að
ég var svo lánssamur að hafa ágæta kennara hér við háskólann, sem allir fylgdu
þeim meginreglum og aðferð, sem ég hef hér lýst stuttlega.
Ég hef af fremsta megni leitazt við að vera óhlutdrægur í riti, hvernig sem á
stóð og við h'verja sem var að skipta, og 'leitazt við að láta engin óviðkomandi
persónuáhrif fá vald yfir skoðunum mínum eða orðatiltækjum. Ég hef aldrei
getað skilið, hvers vegna tveir vísindamenn geta ekki deilt um vísindalegt mál
illyrðalaust og án þess að nota særandi eða niðrandi orð. Hafi íþessu verið beitt
við mig — alveg varhluta hef ég ekki farið —, þá skipti ég mér ekki framar af
jreim manni, nema það sé óumflýjanlegt. En um þetta mál vil ég heldur að
aðrir dæmi.
Þetta er nú orðið alllangt mál, og þó eru svo sem tvö atriði enn, sem ég get
ekki alveg sleppt.
Menn hafa oft látið í ljós við mig, að ég haf’i unnið allmikið, gefið út allmargar
bækur og rit. Þessu verður ekki neitað. En oft lýsir sér í þeim ummælum nokk-
urs konar undrun — og hún er ástæðulaus. Galdurinn er ekki mikill, lítill annar
en að nota tímann, sem til er, slæpast ekki. Ég hef áður unnið að jafnaði svo
sem 10 stundir daglega — nú er það orðið minna —, og hver sem veit, hvað
vinna er, veit, að töluverðu má afkasta á þeim tíma. Og svo hefur mér verið
gefinn sá eiginleglciki, að éghef vel getað unnið að einu efni fyrri hluta dags, að
öðru hinn síðara, og þannig fengizt við tvö efni jöfnum höndum. Lí'ka hef ég
skotið því þriðja inn, t. d. prófarkalestri, um miðbik dagsins. Lengur en til kl.
10 á kvöldin hef ég aldrei getað unnið, og ég hef ekki byrjað daginn fyrr en
kl. 8. Annar eiginlegleiki, sem hefur dugað mér vel, er sá, að ég þykist nokkuð
fljótur að skrifa, það er stórmikil hjálp í því.
Prófarkalestur tekur æðimikinn tíma, en enginn skyldi sjá í það. Prentvillur
eru stórlýti á hverri bók — og ekki sízt á vísindabókum. I þeim koma oft og einatt
fyrir tilfærð orð og setningar úr öðrum ritum og tilvísanir í þau, og er það hin
mesta nauðsyn, að það sé allt keiprétt, en til þess að vera viss um, að svo sé, er
nauðsynlegt að fletta þeim öllum upp, um leið og próförkin er lesin. Maður má
ekki reiða sig óf mikið á sjálfan sig. Llngum m'önnum er hætt við því að telja
sig óskeikula eða því sem næst, og tek ég mig ekki undan. Ég varð að læra að
gera strangar krölur til nákvæmni í allri meðferð. í hinum fyrstu ritum mínum
má eflaust finna villur, sem stafa af of miklu sjálfstrausti. En einkum er þessi
nákvæmni nauðsynleg við útgáfur fornrita. Þar er góður prófarkalestur það, sem
ríður mest á af öllu. Þegar ég hef gefið út rit með handritamun, hef ég flett
hverju orði upp í frumbókunum, auk þess sem aðalmálið var borið saman við