Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 123
ANDVAIU
ÚTGÁFU STARFSEMI MENNINGARSJÓÐS
121
kaupa þær fyrir nokkru lægra verð en þar gilti. Þetta fyrirkomulag liafði þann
kost langhelztan, að liægt var að prenta hinar föstu félagsbækur í stórum upp-
lögum og selja félagsmönnum við vægu verði. Gallinn var hins vegar sá, að val-
frelsi félagsmanna var ekkert, þeir urðu að taka við 'því, sem að þeim var rétt,
eða ihæt'ta áskriftinni að öðrum kosti. Nú hefur þessu fyrir nokkru verið breytt
á þann veg, að tímaritin Almanak og Andvari eru send félagsmönnum gegn lágu
gjakli, en að öðru leyti er þeim frjálst að velja 'hvaða útgáfubækur forlagsins sem
vera skal, gamlar og nýjar, og njóta þó félagsverðs, einungis ef þeir verzla fyrir
ákveðna lágmarksupphæð ár hvert. Þetta er stórum frjálslyndara fyrirkomulag
en hið eldra og hefur gefið góða raun. Ætti sennilega að stíga skrefið til fulls,
gefa félagsmönnum einnig valkosti um hin gömlu og grónu ársrit útgáfunnar.
Ljóst er, að svo lengi sem Menningarsjóður lieldur einhvers konar áskriftar-
fyrirkomulagi á útgáfustarfsemi sinni, hlýtur það að setja nokkurn svip á bóka-
valið. Þar með er ekki sagt, að útgáfan eigi að þjóna lélegum bókmenntasmekk
jafnt sem góðum, heldur einungis bent á þá staðreynd, að eigi að reynast kleift
að halda sambandi við allstóran áskrifendahóp, er óhjákvæmilegt að bjóða félags-
mönnum nokkra fjölbreytni um bókakost. Bókavalið er í sumum tilvikum annað
en verða myndi, þyrfti lítt eða ekki að taka tillit til fjölmenns áskrifendahóps
með ólík áhugamál og mismunandi bókmenntaviðhorf.
IV
En er ekki félagsmanna- eða áskriftarfyrirkomulagið úreltr Eru kostir þess
slíkir, aðþeir vegi þyngra á metaskálunum en gallarnir'?
Þessara spurninga hafa stjórnendur Menningarsjóðs spurt sjálfa sig alloft
nú hin síðari ár, en allt til þessa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri tíma-
bært að leggja áskriftarfyrirkomulagið niður.
Það er að vísu auÖsætt, að væri félagsmannakerfið gefið upp á bátinn, mætti
haga bókavali á annan veg um sumt og liafa fastari og strangari stefnu um bóka-
val. En slíkar fyrirætlanir eða hugmyndir stranda á því, að fjáihagsgrundvöll-
inn skortir. Meginkostur félagsmannakerfisins er sá, að áskrifendur eru fjárhag
útgáfunnar ómetanleg trygging. Það eru. fyrst og fremst þeir, ásarnt umlboðs-
mannakerfinu, sem hafa gert útgáfunni kleift að vinna nokkur þau verk á sviði
bókagerðar, sem ella hefðu ekki verið unnin, nema þá með stórauknum útgáfu-
styrk Irá hinu opinbera. Meðan svo er háttað, að útgáfustyrkurinn cr ekki hærri
en svo, að fjögurra ára fjárveiting hrekkur naumlega til að standa undir einu
myndarlegu verki, er hætt við að róðurinn sæktist illa, ef lítið væri annaÖ við
að styðjast. Þá erþaðog útgáfunni ómetanlegt, þegar hún kemur á markað með