Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 131
ANDVARI
UM VÍSINDALEGA AÐFERÐ
129
frumritið orði til orðs. Þegar ég gaf út Heimskringlu með orðamuninum, bar ég
allan textann í hverju handriti, í hverju broti, sarnan við meginmálið (það eftir
einu aðalhandritinu) til þess að vera viss um, að engu væri sleppt. Þegar ég gaif
út Hauksbók (með Eiríki Jónssyni), bar ég tvær prófarkir af hverri örk orð fyrir
orð saman við frumbókina, en í útgáfunni voru líka böndin í skinnbókinni ská-
letruð, og þurfti því enn meiri alúð við að hafa. Ætla mætti, að slíkt tæki voða-
langan tíma, en svo er ekki; 'hann gengur furðu fljótt, slíkur prófarkalestur, þegar
maðurfer að venjast við hann. Augað er ótrúlega fljótt að sjá villurnar og nærnt
á þær. Svo mikið er víst, að þetta verk borgar sig. En að slíkt verk sé vandaverk,
sést bezt af því, að þótt þessari alúð sé beitt, geta villur samt seni áður slæðzt
inn. En ekki skyldu menn láta það draga úr alúðinni. Vér menn erurn nú einu
sinni með breyskleikanum fæddir.
Ég efast ekki um, að vísindaleg störf eru hverjum manni, sem við þau fæst,
heilög vinna, sem hann leggur alla sína sál, sem svo er nefnd, í. í mínum augurn
er vísindastundan hið æðsta sem til er, ekkert fyrir ofan hana og ekkert við hlið-
ina á henni.
9