Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 30
28 INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON ANDVARI ePtir laugargötunni ofan þjóðvegarins. Hún var með poka þótt ekki væri þvottur í lionum. Ja, hérna, varð þeirri stuttu að orði. Þú ert á ferðinni. Svo færðist eins- konar angurværð yfir andlit hennar. Kannski færi hún nú að misskilja þetfa. Þó var það ekki nema satt hún væri á ferðinni. Og fólk bnr sig yfir þótt það væri ekki umrenningar. Göngukonan hafði lagt pokann frá sér. Gufunni sló um þær. Hér er'blýtt, sagði göngukonan. Eins og í sjálfu helvíti, sagði sú stutta, og varð enn angurværari. Það var eins og hún gæti ekkert látið rétt út úr sér á þessum degi. Hún rétti göngukonunni heita og soðna hönd sína í sárabætur fyrir orð- bragðið. Göngukonan beygði sig niður til að leggja vangann að henni. Maður er á þessu rölti, sagði hún. Sú stutta brá sér inn í gufuna og þreif rösklega oní skolkarið. Já, auðvitað rölti hún á milli bæja. Hvað átti hún annað að gera. Fékk hún ekki reykta síðu hér og lundabagga þar. Oo bar hún þetta ekki 'heim í kof- ana, þar sem hún stumraði yfir karlfa.uski og kararaumingja, sem afdrei steig sínum fæti út fyrir dyr. Það létti henni víst þessar snapir að allir vissu að hún var ekki að fæða sig eina. Sú stutta ýtti fastar við þvottinum. Þegar hún kom aftur út úr gufunni reyndi hún að upphugsa einlhverjar samræður. Hún hafði heyrt húsmæðurnar á bæjunum tala um prjónaskap þegar þær voru gestkom- andi. En hún vissi ekkert um þessháttar. Hún mokaði flór þegar aðrir voru að prjóna. Eða þá þær töluðu um börn. Hvað átti hún að geta sagt um börn. Aldrei hafði hún verið barn svo hún rnyndi, og varla að nokkur karlmaður hefði svo mikið sem hóstað í áttina til hennar. En það var kannski kurteisi að spyrja göngu- konuna hvernig hún væri til heilsunnar. Þær gerðu þetta sumar húsmæðurnar, þegar þær urðu kompánlegar. Göngukonan hresstist við spurninguna. Hún leit upp frá höndum sínum, sem hún hafði spenntar saman framan á maganum. Enginn hafði innt hana eftir heilsunni frá því á krossmessu. Og þó var hún oft lasin af þessu stranga fæði, sem að mestu var hanginn matur. Það hafði nú alltaf verið þannig, að hún var rnest gefin fyrir grauta. Auðvitað var henni ekki gefinn spónamatur. Hann varð ekki borinn í poka. Svo talaði hún nokkra stund um kveisur sínar. Sú stutta hlustaði af kurteisi. Henni voru öll mannleg líffæri framandi. Elún hafði aldrei fundið til í lifur, milta eða ristli. Fyndi hún til, sem var sjaldan, var það ein- hversstaðar í henni sjálfri en ekki í einhverjum líffærum. Göngukonan færðist úr brjósdiolinu og hálsinum og niður um sig miðja. Hún dvaldi þar um stund. Að síðustu 'fór hún að rekja henni ristil sinn. Hann er rnikið ólikindatól þessi ristill, hugsaði sú stutta undir ræðunni. Hún ætlaði að leggja á minnið að flestar tegundir harðllífis voru ristlinum að kenna. Að síðustu sagði göngukonan: Það fer svona þegar lifað er á hangikjöti. Fólk vill víkja góðu að manni en innyflin Jxila það ekki. Oo hér um sveitir virðast öll heimsins gæði mælast í hangikjöti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.